7.7.2021 | 13:41
Hókus pókus upp á mörg hundruð milljarða með gjafakvótakerfinu 1984?
Rannsóknir Ragnars Árnasonar og Daða Más Kristóferssonar á eðli kvótakerfisins eru athyglisverðar, ef aðeins 0,5 prósent árleg fyrning kvótans myndi gera sjávarútveginn gjaldþrota. Svonefnd fyrningarleið þar með dæmd ófær vegna huglægra áhrifa hennar á hrein peningaleg verðmæti.
Þrátt fyrir þetta er talað um í orði kveðnu að sjávaraflinn sé eign þjóðarinnar.
Erfitt er að finna aðra skýringu á þessu en þá, að hvað sem orðagjálfri líði, sé raunin sú að farið er með kvótann og þar með óveiddan fisk eins og harða og áþreifanlega eign í öllum viðskiptum, leigu, sölu, veðsetningu og ávöxtun.
Í Þingvallalögum 1928 stendur að Þingvellir séu ævarandi eign íslensku þjóðarinnar, sem hvorki megi veðsetja eða selja. Og þar með fylgdi að þetta landsvæði gæti hvorki gengið í arf sé framsal.
Svona ákvæði hefði þurft að setja strax í aflamarkslögin 1984 í stað þess að fara ekki aðeins þessa hrikalegu hókus pókus leið hundraða milljarða gjafakvóta til handa réttnefndum sægreifa, sem þar að auki varð geirneglt eignakerfi með lögum um framsal og þar með sölu og kaupa á kvótanum.
Þingmennirnir sem skópu þetta kerfi sáu þetta sennilega fæstir fyrir, nema kannski þeir, sem sjálfir gáfu sér kvóta og komu á miðaldakerfi í sjávarútveginum, þar sem eigendurna í stöðu eins konar aðalslmanna, sem áttu allt og leigðu það leiguliðum.
Fyrning gæti keyrt sjávarútveginn í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bara spurning hversu hátt veiðigjaldið á að vera?
Halldór Jónsson, 7.7.2021 kl. 17:21
Það hafa komið fram upplýsingar um útreikninga á svonefndri auðlindarentu sem sýna að eðlileg auðlindarenta af þessu miðaldafyrirkomulagi aðalsmanna og leiguliða er margfalt hærri en hið sílækkandi veiðigjald, innheimt hefur verið.
Ómar Ragnarsson, 7.7.2021 kl. 19:07
Ekki rugla samann kvótakerfinu 1984 þegar kvótinn var bundinn skipinu með veði í því og síðann frjálsa framsalinu 1991 sem olli því að bankar fengu veð i kvóta sem var seldur milli óskildrs utgerða, áður varð að kaupa skip með kvóta taka kvóta af því og selja skipið með afgangskvótanum sem ekki hugnaðist kaupandanum
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.7.2021 kl. 19:42
Hókus pókusinn varð 1991 við frjálsa framsalið á veiðiheimildunum og bankarnir ,,neyddust" að samþykkja veð í veiðiheimildunum í viðbót við skipin
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.7.2021 kl. 19:54
Er landauðn í farvatninu ef útgerðir fara á hausinn?
Ég held ekki.
Fiskurinn heldur áfram að synda í sjónum og tímgast.
Enginn harmagrátur skók samfélagið þegar klókur og áhrifamikill stjórnmálaleiðtogi reiddi öxina gegn íbúum sjávarþorpanna og bændunum sem höfðu byggt afkomu sína á nálægðinni við fiskimiðin.
Útgerðarmógúlar hafa að margra hyggju safnað milljörðum sem faldir eru í erlendum skattaskjólum.
Hversu miklum verðmætum hafa þessar útgerðir rænt með fulltingi Alþingis frá íslensu samfélagi á þessum 37 árum undir pólitískri stjórn og kvótakerfi?
Mál er að linni.
Árni Gunnarsson, 7.7.2021 kl. 20:07
Skýrsla frá Ragnari Árnasyni er ekki pappírsins virði. Allir sem hafa fylgst með skrifum hans um sjávarútvegsmál í gegnum tíðina vita að maðurinn er ekki í lagi. Hvernig í ósköpunum á t.d. eigið fé að hverfa á stuttum tíma (fastafjármunir)við það að aðeins örlítið af (óefnislegar eignir) veiðiheimildum verði afskrifaðar. Svo er reiknað upp á brot úr prósenti til að sýna alveg ógurlega nákvæmni. Ég vil t.d. nefna að nú á að skera þorskinn niður um 30 þúsund tonn... og ég hefði haldið að það hefði meira að segja, bæði fyrir útgerðina en þjóðfélagið, en einhverja reiknikúnstir hjá Ragnari Árnasyni.
Atli Hermannsson., 8.7.2021 kl. 07:42
Þetta er allt hárrétt hjá þér Atli, enda veistu um hvað þú ert að tala.
Þa,ð veit Ragnar hinsvegar ekki og má líklega ekki skilja ef hann vill halda vinnunni.
Árni Gunnarsson, 8.7.2021 kl. 10:25
Af hverju þarf að fara í manninn alltaf, er ekki heiðarlegra að reyna að vinna málefnarökræðuna. Auðvitað er minna til skiptanna ef fyrnt er og þá fyrir útlagðan kostnað í bát og laun osfrv. Er ekki rökrétt að ýmsir fari í þrot ef þeir geta ekki haldið rekstri? Ragnar er prófessor í auðlindahagfræði, af skrifum ykkar mætti halda að hann væri bara einhver bullari út í bæ
Böðvar (IP-tala skráð) 8.7.2021 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.