Bernhöftsbakarí á ný í Bakarabrekkunni en BSO af Oddeyri? Litla kaffistofan lokuð.

Ásóknin hefur verið mikil undanfarin ár í höfuðstað landsins, Reykjavík, og höfuðstað Norðurlands, Akureyri í að reisa helst sem voldugasta steinkastalahús hvar sem finnast auðir blettir eða lágbyggðir lóðir.  DSC09670

Gildi slíkra lóða og bletta óbreyttra felst hins vegar bæði í minjagildi og sameiginlegum minningum kynslóðanna, sem hvort tveggja virðist eiga mjög undir högg að sækja syðra og nyrðra. 

Afi síðuhafa var bakari í Bernhöftsbakaríi og faðir minn var þar sendisveinn á reiðhjóli. 

Á sama tíma sem Selfyssingar eru að fara aðra leið en leið stórra steinsteypukassa og reisa lágreistan og fallegan miðbæ, eru uppi áform á Akureyri að rífa hið litla og vinalega hús BSO í miðbænum þar og reisa í staðinn steinkassa sem fylli upp í hinn þríhyrningslaga reit á gatnamótunum gegnt Hofi. 

Þó er hús BSO með minjalegt virði, því að það er líkast til elsta hús á Íslandi, sem sérstaklega var byggt sem leigubílastöð. DSC09667

Gildi þessa reits er fólgið í því andrými og útsýni sem hann býr yfir auk allra minninganna og möguleikanna á því að útbúa nokkurs konar mini safn af fornbílum og því, sem þeim fylgdi. 

Slíka staði má sjá erlendis, svo sem við hinn fræga þjóðveg Route 66 í Bandaríkjunum.

Hér syðra er nýbúið að loka Litlu kaffistofunni sem enn væri hægt að dubba upp að nýju.   

Ferðamenn erlendra skemmtiferðaskipa, sem leggjafst við bryggju á Akureyri og ganga upp Oddeyrina inn í miðbæinn þykir BSO merkilegt mannvirki og taka fleiri myndir af því en öðru í næsta nágrenni. 

Það er gaman að skoða gamlar myndr frá fyrstu árum stöðvarinnar. Mynd frá ca. 1956 sýnir tvo Kaiser árgerð 1953-54, og tvo Ford 55, og önnur mynd nokkrum árum síðar Ford 60, Chevrolet 58, Volgu og Ford 63.DSC09668 

Þess má að lokum geta að búið var að ákveða að leggja pylsuskúrinn Bæjarns bestu niður. 

Svipaðar röksemdir og þegar átti að rífa alla Bernhöftstorfuna á þeim forsendum að hún væri ónýtt spýtnadrasl.  

Til allrar hamingju vildi svo til að Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseti átti leið þar um og fékk sér pylsu og skúrnum var bjargað. 

Nú vantar einhvern svipaðan til þess að bjóða í leigubíltúr frá BSO til að bjarga stöðinni.  

DSC09672DSC09669


mbl.is Aftur bakað í bakarabrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú það verður að stoppa þennan andskota sem er að rústa svo mörgum góðum og fallegum húsum. Þegar stóri viðsnúningurinn kemur ætla ég að fara af stað með vélarnar og hreinsa til svolítið (mikið) í borgum og bæjum landsins!!

Eyjólfur Jónsson, 7.7.2021 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband