12.7.2021 | 08:46
Sentimetrar réðu úrslitum í vítaspyrnukeppninni.
Ef boltinn hefði farið tíu sentimetrum innar í einni af vítaspyrnum Englendinga hefði það orðið glæsilegt mark og leikmaðurinn hylltur fyrir, Englendingar hefðu þá skorað þrjú mörk en ekki tvö.
Ef eitt af vítaspyrnuskotum Ítala hefði farið feti utar eða ofar hefði boltinn smollið í stönginni eða þverslánni eða hvoru tveggja og Ítalir hefðu þá skorað tvö mörk en ekki þrjú og Ítalinn orðið að skúrk leiksins en ekki hetju fyrir að taka svona mikla áhættu með skoti sínu.
Svona stutt var á milli feigs og ófeigs á ögurstundu úrslitaleiksins í gær.
Og jafnframt sýnir það grimmd þeirra og hatur, sem réðust á samfélagsmiðlum með ofstopa á þá leikmenn, sem voru með dökkan húðlit.
Verður sárt í langan tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.