Betra liðið vann í tveimur síðustu leikjum enska liðsins.

Hvað sem segja má um vítaspyrnuna í leik Dana og Englendinga er erfitt að mæla gegn því að betra liðið hafi unnið í þeim leik.  Og um það lið sem mest kom á óvart í EM keppninni og skóp mesta gleði. 

Í úrslitaleiknum í kvöld varð það hins vegar hinn stórgóði leikur Ítala í síðari hálfleiknum, sem hægt var að nota sem röksemd fyrir því að betra liðið hefði unnið, enda þótt allur leikurinn, allt til enda vítaspyrnukeppninnar, hefði verið hnífjafn og æsispennandik.  

Og almennt má segja að eftir þær miklu hremmingar sem COVID-19 hafi þetta langdregna og erfiða EM mót verið mikill sigur fyrir knattspyrnuna.  


mbl.is Ítalía Evrópumeistari í annað sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband