13.7.2021 | 23:41
"Þung fjórhjól" berja að dyrum.
Í Frakklandi fá 14 ára unglingar leyfi til að aka ökutækjum, sem eru með 45 km/klst leyfilegan hámarkshraða.
Í nokkrum fylkjum Þýskalands er aldurstakmarkið 16 ár og einnig víðar í Evrópu.
Í samræmi við þetta eru til tveir flokkar bíla framleiddir, og bílar í þyngri flokknum skilgreindir sem "heavy quadracycle" eða "þung fjórhjól" , o g nefnist léttari flokkurinn L6e, en það eru rafbílar, sem eru ekki þyngri en 425 kíló án rafhlaðna og ná ekki meiri hraða en 45/klst.
Á þessari bloggsíðu hefur verið fjallað um hinn spánnýja Citroen Ami, sem miðar dvergbíl sinn við þennan fjölmenna markhóp og hefur einnig þann stóra kosta nýr aðeins 1,2 milljónir íslenskar.
Brimborg hefur einn slíkan bíl nú til umráða í tilraunaskyni
Ligier bíllinn, sem sagt er frá í frétt mbl.is frá Noregi, er bensínknúinn bíll í þessum stærðar- og þyngdarflokki. Ligier dvergbílar hafa verið framleiddir í tugi ára, og á þeim tíma hefur þeim brugðið fyrir á Kanaríeyjum.
Næsti rafbílaflokkur fyrir ofan er L7e, sem má vera 450 kíló án rafhlaðna, með 90 km/klst hámarkshraða og 15 kílóvatta hámarksafl, sama og 20 hestöfl.
BL er með tvo bíla af gerðinni Invicta hjá sér með ásett verð 2,6 millur, og hefur verið greint stuttlega frá þeim hér á síðunni, en stærsti kostur þeirra er mæld drægni hjá síðuhafa í reynsluakstri uppá 115 kílómetra.
Það bankar í fyrstu kynslóðina af Nissan Leaf, sem var með 24 kwst rafhlöðu, en Invictan er með 18 kwst rafhlöðu, og vegnq mikils léttleika, 704 kíló, sem er meira en helmingi minni þyngd en var á 1. kynslóð Leaf, nær þessi netti bíll þetta miklu drægi.
Síðuhafi hefur rúmlega þrjú og hálft ár haft tveggja sæta ítalskan rafbíl, Tazzari Zero, af af stærð Invicta til umráða, og hefur meðal drægni hans verið 90 kílómetrar og hámarkshraðinn yfir 90 km/klst.
Myndin hér að ofan er af þessum tveimur, Invicta framan og Tazzari fyrir aftan.
Einnig hefur hér á síðunni verið greint frá fleirum bílum af þessu tagi, sem nú koma hver af öðrum á markaðinn á því sviði bílaframleiðslu, sem er í einna mestri þróun.
Nöðrubíllinn umdeildur í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sá Tazzari kríli skjótast af Miklubraut inn á Háaleitisbrautina í gær. Hvað ertu búinn að keyra bílinn a þessum árum og hvað langt ut a land?
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 15.7.2021 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.