Viðurkenningar, sem eru gulls ígildi.

Reynisfjara hefur lengi verið í metum hjá þeim Íslendingum, sem hafa þekkt hana og notið hennar eða nýtt hana í listrænum tilgangi. 

Ljósmyndararnir Friðþjófur Helgason og RAX tók þar þegar magnaðar myndir fyrir aldarfjórðungi og henni má sjá bregða fyrir í tónlistarmyndböndum síðuhafa fyrir 25 árum, svo sem í laginu "Við eigum land".  

En það var ekki fyrr en ferðamannastraumur jókst til landsins, sem hrifning þeirra fór að vinna bug á undarlegu tómlæti Íslendinga fyrir einstæðri náttúru landsins. 

Vitað hafði verið um og fjallað um Fjaðrarárgljúfur þegar í kringum 1990 og síðan aftur 2013, en það var ekki fyrr en hinn heimsfrægi unglingur Justin Bieber lét taka af sér mynd þar, sem þvílíkt æði brast á varðandi gljúfrið, að á tímabili varð að loka því vegna ágangs og gróðurskemmda af völdum átroðnings. 

Fyrirbrigði eins og 7 Travel kann að þykja lítilfjörlegt í augum heimamanna, sem fá frekar vatn í munninn við að heyra og sjá heiti erlendra stóriðjufyrirtækja, en það eitt að nafn Íslands birtist í listanum um helstu náttúruperlur veraldar eða í umfjöllun sjónvarpsþátta á borð við 60 Mínútur getur verið gulls ígildi í bókstaflegri merkingu.  


mbl.is Reynisfjara valin sjötta besta strönd í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband