Ekki spurning um hvort, heldur hve mikið "bakslagið" verður?

Sóttvarnarlæknir segir að "kunnuglegt" ástand sé að birtast í smitvarnarmálum COVID-19 og að þess vegna verði að rjúfa sjö vikna hlé í upplýsingafundum vegna málsins. 

En hversu "kunnuglegt"? 

Það er stóra spurningin. Að vísu hafa stórfelldar bólusetningar mikil áhrif, en hversu mikil áhrif?

Líklegast er að á fundinum á morgun verði bent á það, að almenningur verði sjálfur að efla aðgát sína og vitund gagnvart mögulegum smitleiðum. 

Ef slíkt er sagt er ef til vill sagt á móti, að þetta sé óþarfa fyrirhöfn, en á móti er hægt að segja, að það geti aldrei talist neikvætt að fækka smitum, heldur feli slíkt ekkert annað í sér en bónus. 


mbl.is Boða til upplýsingafundar vegna „varhugaverðrar stöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þarf kannski allt gríska stafrófið til að merkja þau afbrigði
sem enn eiga eftir að koma fram?

(Ekki svo illa til fundið að nefna núverandi afbrigði delta,
stafurinn 4. í gríska stafrófinu og í talnafræði til forna
þótti talan 4 langtum meiri óhappatala en talan 13
er nú á tímum en athyglisvert þó að þversumman af 13 - 1+3 >4)

Húsari. (IP-tala skráð) 15.7.2021 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband