16.7.2021 | 09:53
Í skaplegu veðri er hið besta mál að vera á tjaldsvæði.
Í fyrrahaust fór ég að gamni mínu í gegnum bókhaldið varðandi vinnuferðir út á land á þessari öld og útkoman var óvænt. Ferðirnar vegna virkjanaframkvæmda á Norðausturhálendinu voru meira en hundrað og gistinæturnar í gömlum jeppum jafngiltu fjarveru að heiman í meira en hálf ár samtals.
Útihitinn var allt frá 13 stigum að næturlagi upp í 13 stiga frost enda stundum verið í útilegu að vetrarlagi uppi á hálendinu.
Eftirtekjurnar eru fólgnar í myndefni fyrir nokkrar heiimildarmyndir.
Vegna bakflæðis í vélinda og samfalls í baki eru framsæti í bílum heppilegasta svefnstellingin og tjaldstæði landsins hafa reynst ómetanleg.
Hægt hefur verið að hafast við í minnstu fornbílum landsins vegna þess, að því minna sem innanrýmið er, því betur helst hitinn við undir svefnpokunum, og með einfaldri tengingu milli 220 volta hleðslutækja og 12 volta geymis er eitt stykki framsæti fullkominn vinnustaður og gististaður, einkum á tjaldstæði.
Flæðir út úr tjaldsvæðum: Gjörsamlega troðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.