Nútímafólk gæti líka komist í kallfæri við tvo gamla vegi í Kömbunum.

Þegar ekið er um Noreg vekur athygli hve naskir frændur okkar eru að gera sér mat úr gömlum leiðum, vegum og öðrum mannvirkjum, sem búið er að leggja af, en gefa færi á að ferðamenn upplifi forna og horfna tíð. Kambabrún. Friðrik 8 og Hannes Hafst

Eitt fjölmargra dæma er gamli fjallvegurinn um Strynefjall á vesturströndinni, sem býr yfir mörgum víðfrægum útsýnisstöðum á borð við Prédikunarstólinn inn af Stavangri. 

Málverk af Friðriki áttunda konungi Íslands og Danmerkur og Hannesi Hafstein ráðherra að ríða í Íslandsför sinni 1907 upp efstu brekkuna í Kömbunum er gott dæmi um það, að strax á þeim tíma höfðu íslenskir ráðamenn nef fyrir því, sem vert væri að sýna og sjá hér á landi. konungsvegur-26-1

Og vel mætti setja þessa mynd og aðra mynd, ljósmynd af fylgdarliði konungs á leið þarna upp eftir vegi, sem bjóða mætti til afnota fyrir ferðamenn á hestum eða Ford T. 

Utan við nýjasta veginn eru enn tveir eldri vegir, sem hlykkjast niður þennan gamla farartálma og bíða eftir þvi að verða gerðir upp eins og svipaðir vegir í Noregi til þess að gefa nútímafólki kost á að lifa sig inn í aðstæður og tíma forfeðra og formæðra okkar. 

Gamla útsýnisskífan á brekkbrún eldri veganna stendur á besta staðnum í Kömbunum vegna betra úsýnis yfir stærri hluta Suðurlandsundirlendisins en gefst á núverandi leið. 


mbl.is Sviflína í Kömbunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband