Helst þessi listi óbreyttur?

Víst eru það góðar fréttir út af fyrir sig ef einhverjir áhrifamiklir aðilar setja Ísland efst á lista yfir öruggustu lönd í heimi. 

En þá vaknar spurningin, sem er miklu mikilvægari: Höldum við þessum sessi?

Það er tölfræðileg staðreynd, að þegar eitthvað fyrirbrigði hefur verið sett efst á lista, hvort sem það er heimsmeistaratitill eða annar mikilsverður titill, þá er því miður aðeins einn möguleiki fyrir hendi á hreyfingu á toppi þessa lista: Niður. Um eitt eða fleiri sæti. 

Ískyggilegar tölur eru á uppleið hjá okkur á borð við fjölda fólks í sóttkví og einnig smittölur. 

Efsta sætið á listanum góða fer að vísu líka eftir því hvort og þá hve mikið "ískyggliegar" tölur hreyfast í öðrum löndum. 

Og svo eru margir sem leggja upp úr miklum peningalegum breytingum eins og þeim, sem kynnu að spretta af komandi "minnisblaði" sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra. 


mbl.is Ísland öruggast í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Annað sætið er líka frekar tæpt hvað LGBT fólk varðar að mínu mati 

All sexual activity outside of heterosexual marriage is illegal in the United Arab Emirates (UAE) and carries a penalty of “confinement for a minimum period of one year” (UAE Penal Code article 356).

það er að segja listar eru listar en staðreind annað 

Jón Arnar, 18.7.2021 kl. 06:57

2 Smámynd: Jón Arnar

https://www.refugeelegalaidinformation.org/united-arab-emirates-lgbti-resources

Jón Arnar, 18.7.2021 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband