21.7.2021 | 06:12
Katla gat árið 1918 orðið örlagavaldur fyrir nútímafólk.
Í vertíðarlok í maí 1918 hittust tvær ungar íslenskar manneskjur um borð í skipinu Skaftfellingi í Vestmannaeyjahöfn.
Hann, Þorinnur Guðbrandsson, var 28 ára og var á leiðinni frá vertíð á Suðurnesjum austur á Síðu til síns heima með afrakstur vertíðarinnar.
Hún, Ólöf Runólfsdóttir, 22ja ára, var á leið heim til sín úr vist, sem hún hafði verið í í Eyjum.
Á leiðinni frá Eyjum til Víkur kynntust þau fyrst, en fátt benti til annars en að þau yrðu áfram búsett eystra .
En um haustið gaus Katla og olli miklu umróti og búsifjum í Skaftafellssýslu.
Þau ákváðu þá að fara til Reykjavíkkur í leit að nýrri framtíð, og fóru með hópi fólks um Fjallabaksleið.
Þremur árum síðar fæddist frumburðurinn, Jónína, og í haust, hinn 16. september, verða liðin rétt hundrað ár frá þessarar móður síðuhafa.
Mikill ættbogi er kominn af parinu sem Katla hafði áhrif á, líkast til alls um hundrað manns.
Þessi sanna saga sýnir, hvernig ummæli Baltasar Kormáks um að honum hefði ekki dottið í hug möguleikar á borð við þá sem kvikmyndin Katla hefur skapað, hefðu getað orðið til.
Datt ekki í hug að þetta væri möguleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.