Speglast óánægja með aðild að stjórninni í kjördæmi forsætisráðherra?

Það hefur vakið athygli hjá mörgum, að enda þótt fylgi kjósenda við ríkisstjórnina virðist næsta öruggt meirihlutafylgi, eru stjórnarflokkarnir samanlagt í minnihluta. 

Nú hefði mátt ætla að stuðningur kjósenda Vg við ríkisstjórnina kæmi helst fram í kjördæmi forsætisráðherra og beindist þá að Katrínu sjálfri. 

En svo er ekki. Þvert á móti er fylgi Vg við lista forsætisráðherrans áberandi lítið þar og minna en fylgi Vg í hinu Reykjavíkurkjördæminum. 

En ef til vill er þarna komin ein af skýringunum á því hvers vegna ríkisstjórnin nýrur meirihlutafylgis meðal kjósenda, en að aðildarflokkar stjórnarinnar gera það ekki samanlagt. 


mbl.is Misjafn styrkur flokka í kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband