"Móðusumarið"?

Sumarið 2021 er á góðri leið að stimpla sig inn sem "móðusumarið" á suðvesturhorni landsins, en hinum megin á landinu stefnir í eins konar suðrænt eyðimerkursumar hvað varðar stanslaus suðræn hlýindi án þess að dropi komi úr lofti vikum saman. 

Á þeim slóðum sem síðuhafi fylgist hvað mest með, þótt að mestu leyti úr fjarlægð sé að ræða en þó af náinni afspurn í símaviðtölum við Völund Jóhannesson, sem dvelur meiripart sumars í bústað sínum í Grágæsadal, í 15 kílómetra akstursfjarlægð frá Sauðárflugvelli. 

Völundur man vel eftir veðurfarinu á þessu svæði í um 60 ár, en þetta sumar verður æ einstakara með hverjum degi, 20 stiga hiti og heiðríkja með hnjúkaþey upp á 20 metra á sekúndu í hviðunum, þegar "þeyrinn" herðir á sér og veldur þrálátum leirstormum, eins og fjallað hefur verið um áður hér á síðunni.  

Móðan á Reykjanesskaganum hefur verið miklu meiri en svo að það virðist passa við það, hve lítið gosið er, en það er að hluta til skýrt út með því að stór hluti hennar sé á sveimi yfir skaganum, út yfir flóann og aftur til baka. 

Já, þetta móðusumar er sannarlega að verða sérstakt og óvenjulegt. 


mbl.is Sjaldan minna sólskin í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband