Yfirtungumálið enskan. Dæmi: Viktor Húgó og snilldar nýyrðið "snúningspunktur."

Þegar stjórnarskrá stjórnlagaráðs var í smiðum var hugað að stöðu tungumála í stjórnarská annarra þjóða. 

Kom í ljós, að þar sem tungumál voru sérstaklega nefnd var það oftast vegna réttar þjóðernisminnihluta eins og sænskumálandi í Finnlandi. 

Í Sviss er stranlega gætt jafnvægis á milli tveggja aðal tungumála landsins, þýsku og frönsku. 

Til dæmis er árlegt stórt og ítarleg yfirlitsbók tímaritsins Autombil revue yfir bíla heims tvöfalt stærra en ella til þess að fróðleikurinn birtist tvöfaldur, sami textinn birtur bæði á frönsku og þýsku.  

Við athugun á ástandinu hér á landi fyrir tíu árum kom í ljós að staða íslenskunnar væri nokkuð trygg í einstökum lögum og reglum á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins.

En á aðeins tíu árum virðist hröð framsókn enskunnar hafa breytt þessu harkalega. 

Fyrir tíu árum hefði það þótt óhugsandi að forráðamenn í helsta atvinnuvegi þjóðarinnar krefðust þess að enska fengi sérstakan sess nokkurs konar yfirtungumáls í atvinnugreininni. 

Ef þróunin verður jafn hröð á næstu tíu árum, mun sannast að það hafi verið mistök að festa ekki íslenskuna í sess í stjórnarskrá. 

Forréttindastaða enskunnar lýsir sér á marga lund, ekki aðeins í stöðu hennar gagnvart íslenskri tungu, heldur líka í stöðu hennar gagnvart öðrum tungumálum. 

Að undanförnu hafa verið sýndir afar vel gerðir þættir í sjónvarpi um franska stórskáldið og stjórnmálamanninn Victor Hugo. 

Þótt þættirnir séu á ensku, er þess vandlega gætt, að þegar aðalpersónan er ávörpuð eða um hana talað í þáttunum sé nafnið borið fram upp á franskan máta: "Viktor Ygó".  

Kannski tíu til tuttugu sinnum í hverjum þætti. 

En í öllum kynningum í íslenska sjónvarpinu er hins vegar talað um "Viktor Húgó". 

Þegar síðuhafi lék í leikritinu Vesalingunum í Iðnó 1953 var heiti skáldsins ávallt borið fram upp á franskan máta. Og var í marga áratugi eftir það. 

Síðuhafi hafði samband við Sjónvarpið út af þessu í síðustu viku, en ekkert hefur breyst enn. 

Kannski verður næsta skref að hætta að bera nafn De Gaulle fram á franskan máta?

Stutt er síðan nafn þýska kappakstursmannsins Mikaels Schumachers var borið fram með enskum framburði: Mækel.  

Og borgarnöfn eins og Le Havre eru borin rangt fram. 

Nýlega sagði íþróttafréttamaður frá því að í golfmóti einu hefðu orðið kaflaskil í miðjum klíðum.

Íslenskan á mörg góð orð um þetta hugtak, "turning point" eða "turnaround" á ensku, svo sem þáttaskil, umskipti, kaflaskil, umbreyting, vendipunktur o. s. frv. en ekkert af þeim virtist tiltækt fyrir vesalings fréttamanninn, heldur reyndi hann samt sitt besta og fann upp þetta líka frábæra nýyrði: "snúningspunktur"! 

Hafa það eins líkt enska orðinu og hægt væri, en það er eitt af einkennum af forréttindasókn enskunnar, og kannski það lúmskasta, að við erum smám saman hætt að geta hugsað á íslensku og finnum ekki lengur íslensk orð til að tjá okkur. 

P.S.  Í kvöld var staglast í dagskrárauglýsingu á Viktori Húgó margsinnis. Þetta virðist tapað spil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar flóðin miklu voru í Þýskalandi, um daginn, var fylkið Nordrhein-Westfalen mikið í fréttum ríkisútvarpsins. Stundum var það nefnt sínu þýska heiti, en oftast var það kallað, "Norðurrín-Vestfalía".

Hvaða stefnu hefur ríkisútvarpið í notkun erlendra staðaheita?  Verður kannski farið að tala um "Múnkaborg" og "Þusslaraþorp" í stað München og Düsseldorf?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 21:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af og til slæðast inn heitin Munich, Cologne, Turin. Upp á ensku skal það vera. 

Ómar Ragnarsson, 23.7.2021 kl. 00:12

3 identicon

Líklega verða fáir til að skilja texta þína Ómar og ennþá færri til að skilja afstöðu þína varðandi þitt samþykki að alþjóðavæða Ísland með stjórnarskrá sem  mun eyða að lokum tungumáli okkar " for ever "

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband