Aldarfjórðungs gamalt samtal um hernað 21. aldarinnar í fullu gildi.

Nú er að koma í ljós afbrigði af því fyrirbrigði, sem mun lita 21. öldina öðru fremur: Síharðnandi stríð mannsins við sýkla og veirur. 

Því var lýst fyrir síðuhafa í 40 mínútna flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir um 25 árum þegar ungur læknir, Karl Kristinsson, greindi mér frá helsta atriðinu, sem hann hefði lært í sérfræði sinni sem læknir, þ. e. sýklafræði.  

Hann lýsti fyrir mér því eilífa og harðnandi stríði sem menn myndu þurfa að heyja inn í 21. öldina við æ öflugri og hættulegri veirur.

Þetta væri kapphlaup upp á lif og dauða í bókstaflegri merkingu við fjólónæma sýkla og sífellt illskeyttari veirur sem nýttu sér stökkbreytingar og andvaraleysi manna til þess að verða smám saman svo harðsnúnar, að í mörgum tilfellum myndu lyfin byrja að drepa hýslana, það er mennina á undan hýslunum. 

Sigurfögnuðurinn í COVID-19 stríðinu, sem var aðeins mánaðar gamall, en breyttist í tímabundinn ósiur, hefði í ljósi þessara grundvallaratriða ekki átt að kona á óvart. 


mbl.is Segja vörn Pfizer gegn smiti versna hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væntanlega er átt við Karl Kristinsson lækni , núverandi yfirlækni sýkladeildar Landspítala.

Jon Benediktsson (IP-tala skráð) 24.7.2021 kl. 20:20

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ómar.

Samkvæmt greiningu Financial Times í maí í fyrra voru síðustu nýju uppgötvanirnar á sviði nýrra sýklalyfja gerðar á níunda áratug síðustu aldar, þ.e. frá 1980-1990. Þá voru gerðar tvær nýjar uppgötvanir. Allar mestu framfarirnar á sviði nýrra sýklalyfja voru frá 1940-1970.

=====

1900-1910 = 1 uppgötvun.

1910-1920 = 0

1920-1930 = 1

1930-1940 = 1

1940-1950 = 7

1950-1960 = 9

1960-1970 = 5

1970-1980 = 2

1980-1990 = 0

1990-2000 = 0

2000-2010 = 0

2010-2020 = 0

=====

Og nú er svo komið að öll sýklalyfjaframleiðsla lyfjabransans er rekin með tapi. Það er sem sagt tap yfir alla línuna á framleiðslu og þróun sýklalyfja hjá lyfjafyrirtækjum.

Ríkisrekin heilbrigðiskerfi eru sennilega orsökin, því það eina sem menn kunna þar er að kenna öðrum um og pressa og pressa verðið niður og eyðileggja þannig flest það sem þau kerfi koma nálægt. Árangurinn verður að sjálfsögðu sovéskur.

Ríkisreknir læknar finna ekki upp ný lyf og það gera ríkisstjórnir ekki heldur. Bæði vinna bara þarna og ferðast um lofin blá í "þotum" sem einkageirinn fann upp.

Kveðja 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.7.2021 kl. 20:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Innsláttarvilla frá 1980-1990. Á að vera tvær en ekki núll.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.7.2021 kl. 20:45

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Í kínverska fjölmiðlinum cgtn.com kemur fram að yfir 10 milljónir lesenda hafi krafist þess að alþjóðleg rannsókn færi fram á bandarísku rannsóknarstofuni Fort Detrick í Maryland, en einmitt þetta sama fyrirtæki á sögu sem tengist niðurstöðum úr hinu illræmda japanska rannsóknarverkefni Unit 731, sem starfrækt var í Mansjúríu í hernámi Japana og féll í hendur Bandaríkjamanna í stríðslok 1945.

Mér heyrist að skoðun margra í Kína sé helst að veiran eigi rætur að rekja til Maryland, án þess að ég taki nokkra afstöðu til þess.

Jónatan Karlsson, 25.7.2021 kl. 10:06

5 identicon

Sæll Ómar.

Þar eru eyru sæmst er óxu
og óþarfi með öllu að hafa af Kínverjum
framlag þeirra til heimsbyggðarinnar og í raun
undarlegt að sjá slíkt upp aftur og aftur.

Húsari. (IP-tala skráð) 25.7.2021 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband