Eðlilegar og einfaldar skýringar um "þotuna"?

Nú eru aðeins tveir mánuðir til kosninga. Vanda þarf eftir föngum til samstarfs flokka í ríkisstjórn, einkum vegna erfiðustu og mikilvægustu málanna. 

Slíkan fund þurfti að halda sem fyrst, og mátti raunar ekki seinna vera. 

Nú hefur verið upplýst, að af netöryggisástæðum hefði ekki verið hægt að halda fjarfund. 

Það gefur auga leið, að mikilsvert var að sem allra flestir ráðherrar sætu fundinn og hefðu sem jafnasta aðstöðu til að rökræða viðfangsefnið sem best, ekki síst þar sem um er að ræða stefnumarkandi aðgerðir sem þurfa að nýtast vel til framtíðar. 

Á hinn bóginn má líka velta fyrir sér, hvort ráðherrarnir hefðu getað forgangsraðað verkefnum sínum betur, einmitt til þess að víkja öðru til hliðar og láta þennan fund um sóttvarnarstefnuna hafa forgang, jafnvel með því að flytja fundinn til Reykjavíkur. 

Upphæðirnar, sem eru í gangi hvað snertir ferðakostnað geta verið býsna háar, jafnvel þótt um sé að ræða það að ríkið borgi fyrir afnot einkabíla þingmanna eða annarra ríkisstarfsmanna eftir viðurkenndum taxta.  

Hann er líkast til um 120 któnur á ekinn kílómetra, og myndi því upphæðin nema um 160 þúsund krónum fyrir bíl fram og til baka milli Reykjavíkur og Egilsstaða eða um hálfa milljón fyrir þrjá bíla. 

Í slíku tilfelli er ferðatíminn orðinn að stóru atriði, minnst hátt í tveir vinnudagar. 

Um málið gildir það, að allra hagur að sem best gangi við að vinna verkið. 

Skrúfuþotan, sem leigð var, var sú minnsta og nettasta sem í boði var, en samt sú fljótasta og sparaði að því leyti til mestan tíma fyrir ráðherrana og samverkafólk þeirra. 

Það leiðir aftur á móti til þess að athuga betur dæmi, sem hugsanlega var nokkuð flókið en gat kannsi samt verið einfalt; að halda þennan mikilvæga stefnumarkandi fund í Reykjavík. 


mbl.is Fjarfundur hefði ekki staðist öryggiskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvaða netöryggis ástæður ert að vísa í, Ómar? 

Þetta er ekkert annað en eftiráskýring, sem stjórnmálamönnum er svo tamt.

Gunnar Heiðarsson, 24.7.2021 kl. 07:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Forsætisráðherra, sem á sæti í sérstakri nefnd um þjóðaröryggismál ef rétt er munað, nefndi þetta sem eina af ástæðunum í gær. 

Ómar Ragnarsson, 24.7.2021 kl. 13:03

3 Smámynd: Halldór Jónsson

tittlingaskítur 

Halldór Jónsson, 24.7.2021 kl. 13:11

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hefði ekki verið eðlilegra að notast við flugvél flugmálastjórnar eða vél landhelgisgæslunnar. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.7.2021 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband