Hinn nýi veruleiki: "Lífið er núna."

Fréttirnar af COVID-19 sem hellast inn um þessar mundir bæði hér á landi og erlendis benda til þess að smám saman sé að myndas nýr veruleiki í glímu mannkyns við veiruna, veruleiki, sem er í sífeldri þróun, sem bregðast þurfi við jafnóðum og hann birtist. 

Það kallar á þörf fyrir nýtt mat í samfelldri atvikaröð, svo sem varðandi gagknkvæm áhrif bóluefna og veiruafbrigða.  

Á facebook síðu birtist í gær almenn túlkun á jarðarkífinu í tónlistarmyndbandinu "Lífið er núna" sem hefur verið í heimasmíði í þrjú ár í kringum kynni af samstarfi samtakanna Krafts og Krabbameinsfélags íslands.

Margrét Eir Hönnudóttir og Páll Rósenkranz syngja útsetningu Vilhjálms Guðjónssonar við hljóðfæraleik hans, en Friðþjófur Helgason annast myndvinnslu.  

 

LÍFIÐ ER NÚNA. (Með sínu lagi)

 

Carpe diem! Grípum daginn!

Og gangi sem flest í haginn!  

 

Er mótlæti´og áföll okkur þjaka

til úrræða og ráða þarf að taka. 

Og þá sést oft að þetta´er ekki búið, 

því það fer saman, hamingjan og núið.  

 

Og þótt hamingjan sé ekki alltaf gefin

og óvissan sé rík og líka eftinn

munum er við æviveginn stikum, 

að ævin, hún er röð af augnablikum. 

 

Hver andrá kemr og hún fer 

og einn og sér er dagur hver. 

Hvort nýir góðir dagar koma´er óvíst enn. 

En boðskap flytur fortíðin

sem færir með sér boðskapinn: 

"Svo lifir lengi sem lærir" segja menn. 

 

"Þúsund ár eru sem einn dagaur.  Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta."  "Að vera eða ekki vera - það er málið." 

 

Lifum með lífinu eins og það er

og unum því, sem ekki fæst breytt, 

en breytum því sem er breytanlegt hér

í bæn og kjarki, sem frið getur veitt. 

 

Því hver dagur svo einstakur er; 

kemur aldrei til baka, þótt lifi í minni

Hugrökk arka að auðnu´okkur ber

í æðruleys og von hverju sinni. 

 

Hver ævi kemur og hún fer

og einn og sér er dagur hver. 

Með bæn í hvert sinn sköpum hamingjuna núna!

 

 

Carpe diem! Grípum daginn! 

Gangi sem flest í haginn. 

Eelst úr öllu gott við gerum! 

Glaðbeitt og hughraust verum¨!

 

Missum ekki´á lífskraftinn trúna!

Lífið er dásaamleg gjöf

og lífið er núna!

 

 


mbl.is Farið að bera á endursýkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Fjandinn af því  Ómar, þú ert meira en hagyrðingur, bara talsvert skáld

Halldór Jónsson, 28.7.2021 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband