26.7.2021 | 23:23
Rétt að taka undir aðvörunarorð Björns Bjarnasonar um Þingvelli.
Á þeim tíma sem ferðast var um lönd á Norðurhveli jarðar, mest um Noreg og Bandaríkin til kvikmyndagerðar um umhverfis- og náttúruverndarmál, blasti við hve dýrmætt það þótti erlendis að einhver fyrirbæri væru á Heimsminjaskrá UNESCO.
Litið dæmi blasti við í Leifsstöð, ferðabæklingur um Noreg með bryggjuhúsunum í Björgvin í bak og fyrir með tilheyrandi ábendingum um þann stað og fleiri, sem væru á Heimsminjaskránni.
Á Íslandi ríkti þá og ríkir þvi miður enn eindæma fáfræði og fordómar um þetta mál.
Í sjónvarpsviðtali við þáverandi sveitarstjóra í Skútustaðahreppi hnussaði fyrirlitlega í honum þegar Heimsminjaskráin var nefnd, svo líils virði fannst honum hún vera.
Á níunda áratugnum var leitað hófanna lauslega um það að Þingvellir og Mývatn færu á skrána.
Þingellir hlutu náð, en Mývatn var hlegið út af borðinu með Kísiliðjuna og kísilnám í vatninu sem helsta atriðið í sveitinni.
Svo mikið var lagt upp úr Kísiliðjunni að í hvert sinn sem það varð einhver vafi um að hún gæti haldið áfram, var það fyrsta frétt að nú myndi Mývatnssveit leggjast í eyði.
Svo fór hún loksins og Mývatnssveit er þarna enn og enginn man nú þennan meinta hornstein byggðarinnar.
Þingvellir komust hins vegar á skrána en er þeirri stöðu ógnað vegna köfunar í gjánum.
Björn Bjarnason fyrrum menntamálaráðherra varar sterklega við þeirri hættu, sem steðjar að veru Þingvalla á lista UNESCO og er full ástæða til að taka undir það sem hann skrifar um þetta mál.
Vera Þingvalla á skránni er miklu stærra mál en að því megi klúðra á nokkurn hátt.
Athugasemdir
"Heimsminjaskráningin hefur einnig pólitíska hlið"
Er ekki bara verið misbeita þessari nefnd sem nú vill taka Stonehenge af skránni vegna jarðganga sem einhver í nefndinni er ósáttur við
Grímur Kjartansson, 27.7.2021 kl. 02:56
Sæll Ómar, hver er ávinningurinn við það að komast á heimsminjaskrá? Verður landið eitthvað fallegra við það, held ekki, Mývatn var og er mjög fallegt svæði.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 27.7.2021 kl. 07:18
Að vera á heimsminjaskrá er álíka gæðastimpill og að standast þær kröfur, em gerðar eru til þjóðgarða. Eða að bíll standist þær kröfur, sem gerðar eru til þess að hljóta fimm stjörnur í árekstrarprófun.
Eða að hótel se fimm stjörnu hótel.
Ómar Ragnarsson, 27.7.2021 kl. 07:23
Er einhver bísness í þessu heimsminjaveseni?
Halldór Jónsson, 28.7.2021 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.