Stærsta stundin og svo sannarlega verðskulduð hjá Vésteini.

Sigurbjörn Ingi Arngrímsson upplýsti um það nú rétt í þessu, að aldrei fyrr í sögunni hefði sami þjálfarinn verið þjálfari tveggja efstu manna á verðlaunapalli í Ólympíuleikum í einstaklingsgrein. 

En þetta atvik er hápunkturinn á margra áratuga ferli Vésteins sem keppanda á Ólympíuleikumk hér í den, einn fjögurra Íslendinga sem hefur keppt fjórum sinnum á leikunum.

Síðuhafi er nógu gamall til að muna eftir því þegar Hafsteinn Þorvaldsson, faðir Vésteins, var glæsilegur forystumaður í ungmennafélagshreyfingunni á Suðurlandi og sú staða var að verðleikum rétt eins og afrek Vésteins núna er afrakstur einstakrar alúðar, ástundunar, þolinmæði og hæfileika. 

Innilega til hamingju, Vésteinn!

 

 


mbl.is Gamla ljósmyndin: Margfaldur ólympíufari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband