"Kötlujeppinn" í biðstöðu í 17 ár og eigandinn í 74 ár.

Katla lék stórt hlutverk í lífi margra Íslendinga haustið 1918. Öskufall og hamfaraflóð með miklum breytingum á allra syðsta hluta landsins ollu umróti á áhrifasvæði gossins og breytti fyrirætlunum fjölda fólks, þeirra á meðal ömmu og afa síðuhafa, sem rugluðu saman reitum sínum og flúðu um Fjallabaksleið til Reykjavíkur. 

Þar með komst á legg ættbogi, sem verður að skrifa að stóru leyti á Kötlu. 

Þegar Hekla gaus 1947 sagði amma frá Kötlugosinu sem varð 19 árum fyrr, á þann hátt að við tók bið eftir næsta gosi, sem hefur staðið í 74 ár. Range Rover 73 Kötlujeppinn v Upptyppinga 

Í þessari biðstöðu kom að því upp úr 1990 að hafa tiltækan jeppa, sem nýst gæti fjölmiðlamanni við það að fást við slíkan viðburð. 

1993 varð þetta Toyota Hilux á 38 tommu dekkjum, en í sparnaðarskyni fór svo, að 2004 var viðbragðsjeppinn orðinn að 1973 árgerð af Range Rover á 38 tommu dekkjum og með jafngamalli Nissan Laurel dísilvél með forþjöppu.  

Auðvitað verður að nota svona eldgamlan bíl, sem verður 50 ára gamall eftir tvö ár, eins og sparlega og mögulegt er, og fyrir átta árum skolaðist 1998 árgerð af Suzuki Vitara til mín, breyttur fyrir 35 tommu dekk og með ótrúlega sparneytinni 2ja lítra dísilvél og telst nú lang líklegastur til notkunar. Suzuki Grand Vitara ´98 35tommu.LM 333

Fyrir utan það að vera mun traustari bíll en Range Roverinn og miklu hraðskreiðari en jafnframt eyðslugrennri, er Vitaran 520 kílóum léttari og hefur samkvæmt sérstakri mæliformúlu jafngott flot á snjó og hinn nær aldar gamli Range. 

Gallinn er bara sá, að yfirvöld á hamfarasvæðum eiga það til að skilgreina ótrúlega stóra landshluta þannig, að aðeins sé leyft að fara þar um á sérútbúnum jöklajeppum á minnst 38 tommu dekkjum. 

Engu máli skiptir þótt hægt sé að sýna fram á með pottþéttum útreikningum og rökum, að 2,5 til 2,8 tónna þungur jeppi á 38 tommum hafi mun minna flot en 1480 kílóa þungur jeppi á 35 tommu dekkjum. 

Af þessum sökum hefur Range Rover / Nissan Laurel jeppanum verið haldið tilbúnum í biðstöðu í mörg ár og fengið við það viðurnefnið "Kötlujeppinn" og meira að segja merktur með því heiti. 

Síðan 2004 hefur hann farið í nokkrar krefjandi jöklaferðir, ferð um Suðurhálendið, nokkurra daga ferð með Jöklarannsóknarfélaginu, ferðir um Kröflusvæðið og önnur ferð frá Reykjavík upp í Öskju, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin af honum, og einnig ferð að gosinu á Fimmvörðuhálsi 2010. 

Raunar er "Kötlujeppinn" aðeins 2100 kíló en Vitaran 1480. 

Vitaran og enn smærri breyttir jeppar hefur verið ekið mun meira síðan 2004 og í aðeins einni jöklaferða á "Kötlujeppanum" þurfti á rými hans að halda; allar hinar ferðirnar fóru Súkkurnar létt með. 


mbl.is Engin ástæða til að spá hamfaragosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband