2.8.2021 | 00:55
Vangeta Alþingis áratugum saman varðandi stjórnarfarsumbætur.
Listinn er orðinn býsna langur yfir þær nauðsynlegu stjórnarfarsumbætur sem Alþingi hefur rætt um í 170 ár en að mestu án árangurs. Núverandi stjórnarskrá okkar var samin af Dönum en ekki Íslendingum 1874 eða fyrir 147 árum.
Ólafur Þ. Harðarson prófessor benti sjónvarpsviðtali á sláandi dæmi úr nútímanum varðandi hinn svonefnda þröskuld, sem settur var í kosningalög fyrir rúmum 20 árum á það lágmarksfylgi, sem framboð þyrftu að fá í Alþingiskosningum til að koma mönnum á þing.
Í umræðunni síðan um hina miklu ókosti þessa háa þröskulds, 5 prósent á landsvísu til að fá jöfnunarþingsæti, hefði mátt ætla að Alþingi yrði ekki skotaskuld úr því að afnema þennan þröskuld eða breyta þessu harða ákvæði i ljósi þess að þingmenn sjálfir hafa hvað eftir annað lýst yfir því, að hér þyrfti að gera bragarbót á.
En engu hefur fengist framgengt í þessu máli, sem gerir ástandið varðandi minnstu flokkana til mikillar óþurftar; nú síðast varðandi Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins.
Vegna þess að þingmenn eru 63 eru að meðaltali um 1,6 prósent heildarfjölda kjósenda á bak við hvern þingmann.
Það þýðir það sjálfsagða réttlætismál að framboð sem fá 5 prósent af heildarfjöldanujm, fái þrjá þingmenn.
En í staðinn gerist það aftur og aftur að framboð, sem eru með fylgi í kringum 5 prósentin, missa allan rétt til þingfylgis, sem þýðir, að 5 prósent þjóðarinnar séu svipt fylgi sínu.
Að undanförnu hefur Sósíalistaflokkurinn yfirleitt verið yfir markinu, en Flokkur fólksins fyrir neðan.
Og þetta hefur auðvitað óæskileg áhrif að því leyti, að stærð flokkanna, sem eru með fylgi í kringum þröskuldinn, virðist jafnvel vera farin að skipta meira máli en stefna þeirra, bæði hvað snertir að vera í framboði eins og að ráðstafa atkvæði sínu.
Í kosningunum 2013 munaði sáralitlu að með þessum þröskuldi í boði vangetu Alþingis yrðu um 15 prósent greiddra atkvæði verið gerð ónýt, sem eru talsvert fleiri atkvæði en greidd voru í öllu Norðvesturkjördæmi.
Birgitta gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega er það allt þetta rollukjöt sem við Íslendingar höfum étið í gegnum tíðina sem hefur fest í genunum á okkur að grasið sé grænna hinumegin við girðinguna.
Allavega þá fá alltaf ónægjuflokkar og þeir sem boða bara eitthvað annað talsvert fylgi.
Ef þröskuldurinn yrði lækkaður þá má líka ímynda sér að t.d. stærri íþróttafélög eða önnur félagasamtök gætu komið sínum aðila á þing
til að passa upp á sína hagsmuni en starfhæf ríkisstjórn yrði náttúrlega fjarlægur draumur
Grímur Kjartansson, 2.8.2021 kl. 08:48
Alþingi, ólíkindatól í 170 ár? Allt að 20% atkvæða eða meir fara forgörðum í hverjum kosningum, eru ekki virk. Árið 2009 tapaði Sjálfstæðisflokkur í kosningum 13% fylgi og enn í dag er þingmaður hans að undirstrika að kosningalöggjöf eigi að vera erfitt að breyta,
Íslandshreyfingin, lifandi land var með frjálslynd stefnumál og var sameinuð Samfylkingunni tveimur árum eftir að hún fékk 3.3% atkvæða. Um 6000 atkvæði fóru forgörðum vegna 5% reglunnar. Hreyfingin var "Sameinuð" flokki sem hefur lengstum hatast út í smáa atvinnurekendur með ósanngjörnum ásökunum.
Kjósendur í Kraganum hafa áratugum saman búið við skertan kosningarétt, ekki verið hálfdrættingar á við kjósendur á Vesturlandi. Að baki hverjum alþingismanni í Kraganum gætu verið 4% kjósenda eða meir í stað 1.6 prósent. ÖSE eftirlitsstofnun Evrópu um kosningar hefur margoft gert athugasemdir við atkvæðamisvægið, en allir flokkar hafa stundið höfðinu í sandinn. Nú eru spár að geta þess að Sjálfstæðisflokkur í Kraganum muni tapa þingmanni til Viðreisnar? Netsjáin, gegnum tölvuna, fjarri sjónvarpsfréttum sér lengra, unglingurinn er ekki eins ráðvilltur eins og margir héldu. Situr þú heima?
Kæra græskulausa smábarn, þú ert ekki haft með þegar máli skiptir. Átt þú að halda þér frá pólitík í óábyrgu lýðræði?
Sigurður Antonsson, 2.8.2021 kl. 09:00
Ómar.
Það er EKKERT sem breytist með NÝRRI stjórnarskrá!
Ólafur Þ Harðarsson veit vel hvaða stjórnarfar gildir á Íslandi og veit vel að breyting á stjórnarskrá mun ENGU breyta með stjórnarfar á Íslandi
Frekar að breyting á stjórnarskrá breyti stjórnarfari meira í átt til fasisma.
Kannski að þú viljir svara því Ómar.
Í hvaða ákvæði nýrrar stjórnarskrár endurheimtir Alþingi sjálfstæði sitt gagnvart framkvæmdavaldinu?
Eflaust erfitt að svara Ómar. Eða hvað?
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 3.8.2021 kl. 04:26
Það er hægt að nefna ýmis dæmi um það í nýju stjórnarskrárinnar að Alþingi endurheimti sjálfstæði sitt gagnvart Alþingi.
Ráðherrar verða að segja af sér þingmennsku á meðan þeir gegna ráðherrastörfum.
Hlutverk og va ldsvið forseta Alþingis er aukið sem og formanna þingnefnda og þingnefndanna sjálfra.
Ómar Ragnarsson, 3.8.2021 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.