5.8.2021 | 09:14
Meira en aldargömul gullleitarsaga heldur áfram.
Ein af þeim furðufréttum hér á landi á síðustu 120 árum er um gullæði sem greip Reykvíkinga vegna vona um að gull leyndist i Öskjuhlíð.
Ekkert hafðist upp úr því krafsi nema skondin frétt.
Stærsta gullæðið síðan er sennilega leitin að hollenska skipinu Het Vapen van Amsterdam, sem stóð yfir með hléum á níunda áratugnum á strönd Skeiðarársands, fyrst nokkuð austarlega með aðkomuleið frá Skaftafelli og Freysnesi en síðar mun vestar á fjörunni og var vélknúinn svifdreki (trik) meðan annars notaður þá.
Við fréttaöflun fannst möguleiki á lendingu við uppgraftarstaðinn, enda umsvifin talsverð þar og nafn verkefnsins heillandi: "Gullskipið" í ljósi þess hve gríðarlega mikil verðmæti voru talin vera í þessu hollenska skipi, sem þarna strandaði á sautjándu öld.
En málið fékk skjótan endi í það skiptið þegar í ljós kom flak af breskum togara.
Í kringum 1990 voru nokkur umsvif á Ákureyri og Ísafirði vegna gulleitar í Sðrdalen á austurströnd Grænlands, en ekki virtist þar mjög feitan gölt að flá.
Af og til síðustu fjóra áratugi hafa heyrst snotrar smáfréttir af gullleit í Þormóðsdal, og nú er hún einu sinni enn komin á dagskrá.
Boranir eftir gulli eru að hefjast í Þormóðsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einn frændi minn ætlaði að finna gull í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi. Hann var með allskona tæki og tól til leitarinnar en þegar hann síðan spurður hvernig gekk sagði hann: Ekkert gull bara drulla.
Sigurður I B Guðmundsson, 5.8.2021 kl. 10:39
Eg held að gullvinnsla sé með sóðalegri málmvinnsuaðferðum.
Hörður Þormar, 5.8.2021 kl. 16:42
Svo er náttúrulega leitin að svartagullinu á Drekasvæðinu í upphafi þessarar aldar. Það verður kannski sungið um það eftir nokkra áratugi.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2021 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.