Þegar ein sekúnda á hvern kílómetra gat skilað tíu mínútum í einni rallkeppni.

"Margt smátt gerir eitt stórt" segir íslenskt máltæki. Þótt Karsten Warholm geri lítið úr nýjum efnum í skóm og brautum í frjálsum íþróttum, leyna jafnvel smæstu framfarir á sér. 

Tvö dæmi má nefna úr rallakstri hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. 

1981 leitaði síðuhafi með bróður sínum til Michelin verksmiðjanna um upplýaingar og samstarf varðandi dekkin, sem notuð vöru. 

Eftir að verksmiðjurnar höfðu fengið upplýsingar um sérleiðirnar íslensku mæltu þær með ákveðnum dekkjum. 

Þvert ofan í það sem margir hér heima héldu voru meðmæltu dekkin ekki dekkin, sem þá voru vinsælust hér, "diagonal dekk" heldur vildu Frakkarnir að við notuðum ákveðna gerð af "radial" dekkjum. 

Þvert ofan í það, sem margir héldu, að á hinum grófu íslensku leiðum yrði að hafa háan þrýsting í dekkjunum, kom hrein fyrirskipun: "26 pund - alltaf!"  

Við spurðum Frakkana hvaða ávinningur gæti orðið af þessu. Svarið var stutt: "Á að giska ein sekúnda á hvern kílómetra." 

Ekki sýndist það vera mikið, en í þá daga gátu lengstu röllin verið með 5-600 kilómetra, og þegar sekúndurnar voru lagðar saman fyrir 600 kílómetra var útkoman einföld: tíu mínútur!

1982 kom sérfræðingur frá Renault til Íslands til að kynna sér hina ótrúlegu velgengni bílsins keppnisárið 1981. 

Jón hitti manninn á tilsettum tíma, en ég var á fréttavakt og kom 20 mínútum of seint. 

Þá hafði Frakkinn sagt við Jón eftir að hafa skoðað bílinn. "Nú hef ég skoðað þennan fáránlega bíl, sem er 230 kílóum of þungur, og hlegi mig máttlausan, og nú væri gaman að sjá vitleysinginn, sem getur keyrt þetta."

Hann sýndi okkur lista yfir muninn á bílnum og bíl Frakklandsmeistarans, Jean Ragnotti. 

Við urðum steinhissa að sjá þennan sparðatíning: Plastrúða 20 grömm, útboraður biti með götum hér og boraður biti með götum þar, einhver grömm og gátum ekki séð að þetta gæti munað neinu sem skipti máli. 

Frakkinn sýndi okkur lista, þar sem öll þessi litlu smáatriði voru lögð saman. Og viti menn, Þetta voru samtals 230 kíló, okkar bíll 1000 kíló en bíll Frakklandsmeistarans 780. 

Um helmingurinn af þessari léttingu fékkst beint, eins og til dæmis plast í stað stáls eða glers, en síðan var fundið út, hvar hægt var að nota þessa léttingu til að létt annars staðar í viðbót, sem ekki hefði verið hægt í fyrstu. 

 

 

 


mbl.is Hvað er sanngjarnt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband