8.8.2021 | 09:31
Víetnam upp á nýtt?
1979 voru tvö kristin risaveldi í heiminum, Sovétríkin og Bandaríkin.
Síðan eru liðin 42 ár nokkkurn vegin samfellds stríðsástands í músilimaríkinu Afganistan sem átti landamæri að Sovétríkjunum.
Hverju hafa Rússland og Bandaríkin afrekað við að frelsa Afgana? Tvær stórar innrásir voru gerðar. Tvennum Ólympíuleikum fórnað. Fyrst studdu Bandaríkjamenn andstöðu harðra þjóðernissinnaðra múslimasamtaka gegn Rússum, en urðu síðan sjálfir að fara með her á hendur arftökum þessara múslimsku þjóðernissamtaka.
Gríðarlegir fjármunir samfara mannfalli hafa leikið landið og alla þátttakendur í þessu valdatafli grátt.
Nú virðist sagan frá Vietnam vera að endurtaka sig. Þar var valdataka kommúnista s0gð stefna framtíð Vietnam í hreinan voða allt frá stríðslokum í þrjátíu ár milli 1945 og 1975.
Samt virðist ekki hafa frést af stórfelldu óaldarástandi í því ríki sem varpað var á meira sprengjuregni í Víetnamstyrjöldinni en samanlagt var varpað í heimsstyrjöldinni.
Talíbanar eru nú sakaðir um villimannlega stjórnun þar sem þeir ráða eða hafa ráðið í Afganistan.
En spurningin er samt sú, samanber reynsluna í Víetnam, hvort eitthvað af vestrænum mannréttindum hafi síast þar inn í þessi 20 ár sem Kanar hafa reynt að "kristna" þjóðina.
Talíbanar vinna þriðju héraðshöfuðborgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talibanaréttlætið tekur við. Hvað sem við höldum annað hér í Evrópu og Bandaríkjunum. Fólkið aðlagast því alveg eins og það sættir sig við klerkastjórnina í Íran. Kellingarnar sætta sig við kúgunina og kemur ekki til hugar að beita Talibanana Lysiströtu aðferðinni.
Afganistan er orððið með fremstu músímaríkjum í heimi í allri forneskju og villimennsku .Ekkert fær því breytt sem við getum ráðið.
Það er bara spurning hvort að við ætlum að afhenda landflótta Afgönum Ísland til ráðstöfunar.Sema Erla hlýtur að hafa svar við því.
Halldór Jónsson, 8.8.2021 kl. 11:01
Eftir uppgjöf Japana lét McArthur semja fyrir þá nýja stjórnarskrá, tók verkið eina viku. Höfundur kvenréttindakaflans var 22 ára stúlka, Beate Sirota. Mér skilst að þessi stjórnarskrá sé enn að mestu í gildi. Kannski hefur Bush jr. talið að hægt væri að beita sömu aðferð í Írak?
Bandaríkjamenn háðu grimmilegt stríð í Vietnam en urðu að hröklast þaðan. Nú skilst mér að samband þessara ríkja sé þokkalegt.
Menning A-Asíubúa og múslima Miðausturlanda er svo gjörólík að ekki er hægt að beita sömu aðferð í samskiptum við þá.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.8.2021 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.