Þegar miðað er rétt, en skortmarkið hreyfist, þarf að endurskoða miðið.

Byssumenning Bandaríkjamanna er víðfræg og þar er það haft að orðtaki, að upp geti komið sú staða að enda þótt miðað sé hárnákvæmt á ákveðið skotmark, geigi skotið ef skotmarkið hreyfist. 

Ef mörgum finnist nú að stefnubreyting felist í ummælum sóttvarnalæknis á Sprengisandi í morgun miðað við það sem sérfræðingarnir sögðu á fundi í vikunni, sýna útskýringarnar nú, að staðan og aðstæðurnar hafi breyst á nokkrum dögum og því þurfi að miða á skotmarkið og grípa til nýs mats á stöðunni til að aðgerðir nái árangri. 

Ein verstu mistökin í bílaframleiðslu Bandaríkjamanna voru örlög Edsels. 

Taka þarf ákvarðanir um gerð nýrra bíla með þriggja ára fyrirvara og 1955 var gríðarlegur uppgangur í sölu meðalstórra bíla þegar ákveðið var að framleiða nýja gerð bíla hjá Ford af millistærð. 

Þegar Edsel kom síðan á markaðinn árið 1958 var staðan hins vegar gerbreytt, millistærðarflokkurinn hruninn en uppgangur í sölu Volkswagen og smærri bíla. 

"The aim was right, but the target moved" var þá sagt. 


mbl.is „Þetta eru stórar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En hvert er skotmarkið?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2021 kl. 16:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Veiran, er það ekki?

Ómar Ragnarsson, 8.8.2021 kl. 19:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eða þá að reyna að forðast hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2021 kl. 19:19

4 identicon

Forðastu veiruna! Þú munt iðrast þess!

Foraðstu ekki veiruna! Þú munt líka iðrast þess!

Forðastu veiruna ,eða forðastu ekki veiruna! Þú munt iðrast hvorstveggja...

Og hananú...

Þjóðólfur Veiran von Kirkjubæ (IP-tala skráð) 8.8.2021 kl. 19:43

5 identicon

Sæll Ómar.

Hvað ef miðið er nú landsmenn allir?

Húsari. (IP-tala skráð) 9.8.2021 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband