13.8.2021 | 00:08
Hvað segir Sigmundur Davíð um áherslur bílasmiða á rafbíla?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir í stórri grein í Morgunblaðinu að það sé kolröng stefna hjá íslensku ríkisstjórninni að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
Þvert á móti eigi það að vera keppikefli Íslendinga að auka losunina og hvers kyns orkunotkun og neyslu sem allra mest "til þess að efla framfarir."
Hann leggst gegn grænum styrkjum og skattaívilnum til kaupa á rafbílum og væri til dæmis fróðlegt fyrir Volkswagen og aðra bílaframleiðendur sem leggja vaxandi áherslu á framleiðslu rafbíla og aðrar orkusparandi lausnir, að bjóða Sigmundi í að koma til sín og kenna hin nýju fræði.
Ekki þarf að hafa áhyggjur af eldsneytiseyðslu og mengun farþegaþotna, þvi að í greinni vill Sigmundur auka flugrekstur Íslendinga em allra mest.
"
VW eykur rafbílasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er áhugaverð vísindagrein um losun CO2 upp úr eldstöðinni KÖTLU á hverjum degi.
https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1029/2018GL079096
Stefán Auðunn (IP-tala skráð) 13.8.2021 kl. 10:24
Loftslagsvá og Kóvit barnabólusetning er einn partur af móðursýki sem herjar á netbörnin. Innan flokka króniku er vellýst af Vilhjálmi Bjarnasyni og Herði Ægissyni í blöðunum í dag. Flokkar í upplausn og börn dregin í dilka ótta sem býr í velmegunarþjóðfélögum.
Sigurður Antonsson, 13.8.2021 kl. 10:38
Með ,,hreinum " rafbílum verða bílaframmleiðundur með hreinan skjöld, útblásturinn eykst bara hjá þeim sem framleiða rafmagnið fyrir ,,hreinu" ökutækin. Vandamálið verður ekki leyst fyrr en raforkufyrirtækin verði skikkuð til að hreinsa sinn útblástur og þá ekki með því að kaupa kolefnisfría pappíra.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.8.2021 kl. 13:06
Held að aðal orsökin fyrir aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu sé einfaldlega fólksfjölgunin. Mannfjöldi í heiminum var 6 milljarðar árið 2000 en er nú 8 milljarðar. Spáð er að mannfjöldinn verði kominn upp í 11 milljarða fyrir miðja þessa öld sem er tæplega 90% aukning á öldinni. Það segir sig sjálft að þessi gífurlega aukning eykur gildi koldioxíðs gríðarlega og mín tilfinning er sú að þó við gerum allt til að minnka eða eyða allri losun í öllum greinum þá muni það hafa hverfandi áhrif.Þetta er vonlaust kapphlaup.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 13.8.2021 kl. 14:34
Það var "góða fólkið", konurnar, kvennamenningin, vinstraliðið sem vildi "hjálpa" fátækari löndum uppá iðnaðarstigið, þaðan kemur öll mannfjölgunin. Í ríkari löndum er fólksfækkun. Það kemur að því að vinstrimenn og aðrir sem fylgdu þeirri stefnu að engar afleiðingar yrðu af jöfnuðu allra jarðarbúa verða að viðurkenna ábyrgð sína.
Nú er jöfnuðurinn orðinn næstum því staðreynd, en afleiðingar hans eru heimsendir, ef ekkert mikið verður að gert.
Ingólfur Sigurðsson, 13.8.2021 kl. 14:46
Hvð viltu gera til að fá Kína með í kolefnisherferðina? Stór hluti vestræns iðnaðar og mengandi framleiðslu hefur verið fluttur þangað, svo við getum státað okkur af árangri án þess að það sé nokkur árangur. Þegar þú hendir ruslinu þínu í garð nágrannans, færðu ekki prik fyrir hreinlæti.
Hræsnin og yfirdrepið í þessum trúarbrögðum ykkar er svo æpandi að þið þurfið ekkert að undrast að fólk sé ekki tilbúið til að kaupa þetta kjaftæði.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.8.2021 kl. 16:28
Jósef, fólkfjölgunin er hluti vandamálsins. Vesturlöndin litu hornauga til Kína þegar takmarkaðar voru á barneignir. Góða fólkið á Vesturlöndum vill engin bönd, en leyfir fóstureyðingar. Tvískinnungur allstaðar. Sama er í pólitíkinni. Sjálfstæðisflokkur leyfir enga villutrú og afneitar dollar eða evru nema fyrir fáa útvalda. Ríkisbankar ráða. Algjört bannorð að minnast á evru sem myndi lækka kostnað heimila og fyrirtækja. Meðan fordómar ríkja verða ekki til stórir flokkar. Smáflokkar sem finna hlutskipti í loftlagsmálum
Oftast er heitt hér á landi um miðjan ágúst. Jöklar minnka en hafið í kring um landið er ekki heitara en það var fyrir áratug.
Sigurður Antonsson, 13.8.2021 kl. 16:30
Við Íslendingar getum uppfyllt kolefnisþvæluna á einfaldan hátt. Hætta að selja kolefniskvóta úr landi. Eitt af því hróplega við þessa þvælu er að þau lönd sem menga meira en þeim er ætlað geta keypt kvóta frá þeim sem ekki menga meira en þeim er ætlað. Minnkun co2 er og verður eingöngu á blaði. Þú getur bara flutt hana til á pappírnum svo þú sýnist með hreinan skjöld.
Annað dómadagsruglið er eitthvað sem heitir CARBON NEUTRAL fuel. (hlutlaust semsagt) Það er t.d. Timbur og lífmassi, sem menga meira við bruna en kol og olía.
Rökin fyrir þessari skilgreiningu er sú að plöntur og tré hafi tekið svo mikið af co2 til sín á lífsferlinum að þau fá aflátsbréf. Kol eru samt einhvernvegin undanskilin og bannfærð, þótt þau hafi sama uppruna. Lífmassinn svokallaði samanstendur af nánast öllu nema plasti. Þ.e. allt sem hefur fengið aflátsbréf vegna frammistöðunnar í að anda að sér co2.
Meginástæðan er náttúrlega sú að ef þú bannar fólki að brenna tré og plöntur, þá myndirðu drepa þriðjung jarðarbúa úr hungri og kulda.
Geðþótti ræður því ritningum kolefniskirkjunnar.
Áttu svör við þessu Ómar minn?
Jón Steinar Ragnarsson, 13.8.2021 kl. 18:16
Ég var að deila við fólk á kommentakerfinu á DV í fyrra eða hittifyrra um fóstureyðingar og verk Vinstri grænna, fóstureyðingafrumvarp Svandísar. Þar skiptist fólk í tvo hópa eins og venjulega, með og á móti. Umræðan endaði á þeim nótum að vinstrisinnarnir sögðu "Við erum of mörg"... það er að segja, það þarf að fækka fólkinu á jörðinni. Ég móðgaðist rosalega af þessum orðum, en svaraði þeim ekki, því ég vissi að það var sannleikskorn í þessu.
Mér fannst það koma úr hörðustu átt að mannúðarfólk skyldi segja þessa setningu. Hér erum við komin að þessari þversögn að mannúðin leiðir til hörmunga, og fjöldamorðingjar fortíðarinnar verða séðir í nýju ljósi þessvegna.
Getur verið að "The Great Reset" hafi verið skipulagt til að fækka fólki á jörðinni? Margir eru á þeirri skoðun, leggja bara saman tvo og tvo. Elítan þarf ekki þennan mikla fjölda til að þjóna sér.
Ingólfur Sigurðsson, 13.8.2021 kl. 18:29
Sigurður. Ég hef ekki fundið það á netinu hvað hver manneskja gefur frá sér koldíoxíð við öndun en grunar að 5 milljarðar( aukning frá 2000-2050) gefi það mikið frá sér að mótvægisaðgerðir stjórvalda dugi engan veginn. Við þurfum bara að láta þetta yfir okkur ganga þar til mannfjöldinn kemst í jafnvægi og fólki fer að fækka eftir miðja öldina eins og spáð er. Síðan megum við ekki gleyma mótvægisaðgerðum sjálfrar náttúrunnar þar sem aukning koldíoxíðs mun valda vexti plönturíkisins.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 14.8.2021 kl. 07:36
Hvað snerir kol og olíu annars vegar og skóg hins vegar, er munurinn sá að ef kolin og olian eru látin liggja áfram ósnert í jörðu hafa þau engin áhrif til eða frá um hlutföll kolefnis og súrefnis í lofthjúpnum.
Lifandi skógur bindur hins vegar koltvísýring og eykur súrefni í lofthjúpnum og hefur því bein áhrif á hlutföll kolefnis og súrefnis í lofthnúpnum.
Ómar Ragnarsson, 14.8.2021 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.