Afganistan og Vietnam: Löngu töpuð spil.

Sovétmenn beygðu sig fyrir því eftir innrás í Afganistan að vonlaust væri að halda yfirráðum yfir þessu ógreiðfæra landi, jafnvel fyrir risaveldi. 

Viss hliðstæða var 1954 í Vietnam þegar Frakkar áttuðu sig á því eftir tap orrustunnar við Dienbienfú að stríð þeirra var tapað.  

Í báðum tilfellum stigu Bandaríkin á sviðið. 

Þau reyndu, eins og Joe Biden talar um nú varðandi Afganistan, að eyða miklum fjármunum og veru "ráðgjafa" í að halda leppstjórn við völd í Suður-Vietnam.

Það var vonlaust í Víetnam og mun verða vonlaust í Afganistan. 

Eins og venjulega telur Donald Trump að hann hefði ekki tapað stríðinu frekar en neinu öðru á hans ferli.

 


mbl.is Trump segir aðgerðir Biden óásættanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Menn semja ekki nema að þeir óttist annars að tapa meiru en þeir vinna.

Ef Talibanar hefðu staðið frammi fyrir því að Bandaríkin drægju sig til baka eftir því sem þeir semdu og stæðu betur við samninga en yku hernaðarumsvif sín að öðrum kosti, þá hefðu samningar hugsanlega virkað. 

Greinilega hafa Bandaríkjamenn máttinn til að þrengja mjög að Talibönum. 

En með því að draga herinn einhliða til baka þá er ógnin farin úr samningunum og Talibanar ganga á lagið og mun líklega takast að festa þetta volaða land í einhverskonar miðaldafyrirkomulagi og almennri andstyggð.

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.8.2021 kl. 07:55

2 identicon

 Það er lítið talað um Biden í þessu sambandi.  Heilagur Bogaþrymill fréttaskur rúllar ekki augunum núna.  

purri (IP-tala skráð) 15.8.2021 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband