14.8.2021 | 12:56
Heilbrigðiskerfi, sem þolir ekki eitt alvarlegt hópslys.
Í öllu umtalinu um styrk eða veikleika íslenska heilbrigðiskerfisins virðist sú staðreynd hafa verið allan tímann, að gjörgæslurúm eru færri hér á landi, miðað við fólksfjölda, en í nágrannalöndum okkar.
Þessi hræðilegi flöskuháls er nú orðinn svo mikill, að ekki má verða hér svo mikið sem eitt hópslys, og þá er komið svipað ástand og var í Svíþjóð, á Ítalíu, New York og víðar, velja verður þá sjúklinga með slembivali sem sendir skulu á guð og gaddinn.
Sömuleiðis er skortur á sérhæfðu starfsfólki. Þegar kófið skall á fyrir einu og hálfu ári hefði mátt ætla að forgangsraðað yrði þannig að þegar í stað yrði fjölgað gjörgæslurúmum.
Samt er ástandið núna jafn svakalegt og raun ber vitni.
Það er engin skylda að fara í 200 manna hóp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað þá ef það yrði alvöru jarðskjálfti á Íslandi?
Skjálfti að stærð 7,2 skók Haítí um klukkan 8:30 að staðartíma í dag.
Grímur Kjartansson, 14.8.2021 kl. 15:04
Já,"Þessi hræðilegi flöskuháls...." og þeir hefðu getað
reiknað með þessu, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2021 kl. 15:59
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2021 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.