Í Ameríku: Stoltur þátttakandi. Á Íslandi: Auðmýking og niðurlæging?

Bandaríkjamenn búa að meira en 140 ára reynslu í tilvist þjóðgarða og hafa nýtt þá löngu reynslu til þess að koma á þjóðgarðastofnun sem stendur fyrir samræmdu aðgöngukerfi í formi nokkurs konar passa. 

Þess er gætt að aðgangaseyririnn sé hóflegur svo að allir, sem hann greiða geti verið fullvissir um  það að þetta framlag sé miklu lægra en nemur þeim kostnaði sem stafar af varðveislu náttúruverðmætanna og viðhaldi og starfrækslu þeirra vinnviða sem nauðsynlegir eru. 

Þótt Bandaríkjamenn telji sig búa í landi frelsis og lýðræðis hefur verið sátt um tilvist hinnar miðstýrðu þjóðgarðastofnunar og letrað á aðgöngupassann: "Stoltur þátttakandi."

Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir þáverandi ferðamálaráðherra orðaði hugmynd um svonefndan náttúrupassa 2014 ætlaði hins vegar allt um koll að keyra hér á landi og voru hafðar uppi upphrópanir á borð við "auðmýking" og "niðurlæging." 

Lítið hefur breyst í þessum efnum síðan en þó eru komin dæmi um nokkra einstaka staði. 

Langt er samt í land eins og sést á þeim hamagangi, sem hafður hefur verið í frammi gegn miðhálendisþjóðgarði. 


mbl.is Ríkið taki gjald við Geysi og á Jökulsárlóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband