Það er stundum ekki hægt að segja alltaf: "Það er ekki hægt."

Björn Zoega er nafn, sem kom við sögu þegar staðnaðir íslenskir ráðamenn drógu svo mjög lappirnar í rekstri heilbrigðiskerfisins hér, að það endaði með stórkostlegri áskorunarherferð að hvatningu Kára Stefánssonar, sem sýndi hug íslensku þjóðarinnar. 

Nú er kórónuveirufaraldurinn búinn að standa í eitt og hálft ár og upplýst er að gjörgæslurými hér á landi séu fæsst, miðuð við fólksfjölda í okkar heimshluta og helmingur af skurðstofum Landspítalans ekki í notkkun. 

Sagan sem Björn segir frá Svíþjóð er þess vegna merkileg og þar talar maður, sem fór héðan til Svíþjóðar með sína íslensku reynslu og brást við bráðavandanum þar í samræmi við reynslu sína hér. 

Lögmál Parkinsons um tilhneigingu opinberrar þjónustu til þess að þenjast út án þess að vera í takti við þarfir hefur á sér ýmsar hliðar, meðal annars þá mannlegu hlið að nneigjast til þess að leysa of mörg viðfangsefmi með einfaldasta svarinu: Það er ekki hægt. 

En það er stundum ekki hægt að segja alltaf: "Það er ekki hægt".

 

 


mbl.is Fimmfaldaði gjörgæsluna á Karólínska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"....stórkostlegri áskorunarherferð að hvatningu Kára Stefánssonar..."

Það var rétt hjá þér að gleyma EKKI að minnast á hann Kára karlinn, nú og svo hans tengsl við bóluefnafyrirtækið AstraZeneca sem eru eigendur Amgen er eiga Íslenska Erfðargreiningu.
KV.

 
 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2021 kl. 22:28

2 identicon

May be an image of text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2021 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband