18.8.2021 | 13:15
Margir vegvísar sem snúa í sömu átt.
Í íslenskum lögum eru enn ákvæði sem kveða á um að útlendingar megi ekki eiga meira en 49 prósent í íslenskum sjávarátvegsfyrirtækjum.
En þessi ákvæði um eignarhald er aðeins minnkandi eyland í íslenskum þjóðarbúskap og stefnan vörðuð vegvísum sem allir stefna í sömu átt.
1. Laxeldið, að mestu í eigu Norðmanna, hefur margfaldast á veldishraða. Nýjustu tölur í Fréttablaðinu í dag eru áttföldun á áratug. Það samsvarar tvöföldun á hverjum þremur árum.
2. Talað er um að þessi veldisvöxtur verði slíkur, að framleiðsla á laxaafurðum muni bruna fram úr þorskveiðunum. Sjókvíaeldi, sem verður æ ófrynilegri kostur í öðrum löndum, er keyrt á fullu hérlendis af útlendingum á kostnað íslenskrar náttúru.
3. Komið hafa fram kröfur um þá framtíðarsýn að reistar verði minnst tíu þúsund vindmyllur á Íslandi á þeim forsendum að 30 þúsund vindmyllur séu í Þýskalandi.
Með því að margfalda orkuframleiðslu landsins á þessum ofurhraða er erlendum stórfyrirtækjum boðið í veislu.
4. Líka er uppi krafa um að leggja sæstrengi fyrir alla þessa raforku til landsis, fjárfesting upp á þúsundir milljarða.
5. Formaður Miðflokksins, sem man þá tíð þegar hann handsalaði þessa sýn við þáverandi forsætisráðherra, man greinilega vel eftir því að á svipuðum tíma lét hann taka af sér mynd inni í hópi erlendra fjárfesta í álveri milli Blönduóss og Skagastrandar.
Nú boðar hann endurlífgun stóriðjunnar á fullu og takur hún þó þegar til sín meira en 80 prósent af raforkuframleiðslu landsins.
Úr höndum Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alltaf hugsa ég þegar ég keyri fram hjá Straumsvík: Hvern andskotann annan? Megum við ekki þakka fyrir að álverið hækkaði svo ekki þyrfti að loka þessu?
Hvað áttum við annað að gera en að virkja Búrfell og reisa Straumsvík á þeim tima? Föndra í leður eða skeina túrista endalaust? Það var ekki einu sinni til bjór í landinu á þeim tíma.
Af hverju ekki álver á Blönduós? Af hverju frekar hálendisþjóððgarð?
Halldór Jónsson, 18.8.2021 kl. 14:59
https://www.austurfrett.is/frettir/ibuum-fjoelgar-mest-i-fjardhabyggdh
Þetta getum við þakkað stóriðjuuni með tilkomu Álvers Alcoa jukust lífsgæði á Austurlandi öllu í álverið sækir fjöldi manns atvinnu af öllu Austurlandi,er það slæmt?
Laun hækkuð fjölbreytni jókst í atvinnumögiuleikum.vö stór fyrirtæki á reyðarfirð Launafl og VHE eru með fjölda manns sem þjónuta Álverið,og innan þess er einn fjödi fólks að vinnu er það slæmt?
Þetta eru störf að öllu tagi verkamannastörf hátæknistörf og er mikill fjöldi tækni og inðemnntraðara mann aog kvenna við störf þar ,er það slæmt.
Síðuhafi þessarar síðu hefur ætíð agnúast út í þetta fyrirtæki og virkjun þá sem tengd er því.Afhverju er hann á móti atvinnuuppbugnigu.Nú eru að skapast fjöldi starfa í laxeldi go einnig vinnur fjöldi fólks við sjávarútveg .Laun hafa hækkað lífsgæði aukis ,Gott mál fyri austfirðinga
Torfærukappi (IP-tala skráð) 18.8.2021 kl. 16:30
Síðuhafi studdi byggingu Búrfellsvirkjunar og næstu virkjana við hana og telur þá ákvörðun hafa verið rétta.
Þá var meðal annars lofað stórfelldum afleiddum áliðnaði svo sem smíði þakplatna úr áli. Þau loforð voru úr lausu lofti gripin. Í einni slíkri verksmiðju erlendis nemur framleiðslan á einum degi allri notkun Íslendinga í heilt ár.
Ómar Ragnarsson, 18.8.2021 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.