Gorbatsjov, hokinn af reynslu af erlendri íhlutun.

1979 hófst sá kafli í sögu Afganistan að erlend stórveldi hófu bein hernaðarleg afskipti af deilum í landinu. Sovétmenn höfðu stutt ríkisstjórn, sem flest erlend ríki og íbúarnir sjálfir litu á sem leppstjórn Sovétmanna, en múslimsk samtök stóðu fyrir uppreisn gegn þessari óskastjórn Sovétmanna.  

Afgananistan átti landamæri að Sovétríkjunum, sem óaði við því að öfgafullir múslimar réðu ríkjum í svo miklu nábýli við sovétlýðveldi, sem að stórum hluta voru byggð múslimum. 

Því var sendur sovéskur her inn í Afganistan til að koma Mújaheddin frá völdum og endurheimta sovésk áhrif í landinu. 

Sá hernaður varð samfelld vandaræðaganga sem kostaði ekki aðeins mikil mannfall og tjón í landinu, heldur hlaust af því eyðilegging tveggja Ólympíuleika sem Bandaríkin og Sovétríkin stóðu að á víxl auk hámarks illinda í Kalda stríðinu. 

Stærsta afleiðingin varð samt hrun Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu. 

Þetta dýrkeypta háskaspil varð til þess að stórum hluta að Mikhael Gorbatsjov hrökklaðist frá völdum, hokinn af biturri reynslu af því að stórveldi beiti hernaðarlegu afli til að hafa afskipti af innanríkisdeilum í öðrum löndum. 

Þá þegar studdu Bandaíkjamenn múslimska andófsmenn í Afganistan dyggilega svo að átök risaveldanna höfðu slæm áhrif þar eins og víðar. 

Þegar Gorbatsjov segir nú að innrás Bandaríkjamanna í Afganistan fyrir 20 árum hafi verið slæm hugmynd mælir hann af djúpri reynslu. 

Það rímar við ummæli afgangskra kvenna í Kastljósi í gær þar sem þær bentu á það hversu slæm og mikil áhrif það hefur þegar erlent stórveldi hefur hernaðarlega íhlutun í innanlandsátök, meðal annars í því að lama baráttuþrek þeirra heimamanna sem berðust með innrásarhernum.

 


mbl.is Innrásin í Afganistan vond hugmynd frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

Bandaríkjamenn á sínum tíma fjármögnuðu og vopnuðu þetta proxy- stríð gegn fyrrum Sovét, nú og hann Zbigniew Brzezinski öryggisráðgjafi kom þessu stríði af stað 1979, með stuðningi Bandarískra stjórnvalda (Zbigniew Brzezinski to the Mujahideen: "Your cause is right and God is on your side!").
Eins og Hitlary segir þá studdu Bandaríkjamenn þetta lið þarna.   

Þrátt fyrir að yfir 80% af allri ópíum ræktun (heróín) á sér stað í Afganistan, þá er eins og CIA ásamt NATO hafa misst völdin þarna núna, nú NATO herinn hefur séð um vernda alla þessa Ópíum ræktun þarna, svo og hefur CIA séðum flutninga og annað, eins og hann Peter Dale Scott minnist á í bók sinni Drugs, Oil, and War: The United States in Afghanistan, Colombia, and Indochina (War and Peace Library).


No photo description available.

Government’s Own Report Shows Tax Dollars Spent in Afghanistan Have Boosted Opium Production

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2021 kl. 15:47

2 identicon

"...But Brzezinski himself later bragged that the CIA operation had begun six months before the Soviet Union sent troops to Afghanistan. In fact, the Soviet intervention was not an “invasion.” It had been requested by the Afghan government to defend it against the CIA’s covert war.

Brzezinski bragged the truth

Brzezinski revealed the truth to the French paper Le Nouvel Observateur in 1998: “According to the official version of history, CIA aid to the Mujahadeen began during 1980, that is to say, after the Soviet army invaded Afghanistan on Dec. 24, 1979. But the reality, secretly guarded until now, is completely otherwise. Indeed, it was on July 3, 1979, that President Carter signed the first directive for secret aid to the opponents of the pro-Soviet regime in Kabul." (https://www.workers.org/2017/06/31585/?fbclid=IwAR2ga9wx4N8aLLDE44cG-rbNA_bdGkvhVVcgUa1Dotzw7Tcxdkl3fDHzlL0)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2021 kl. 19:43

3 Smámynd: Hörður Þormar

Í kvöld var rúml. klst. þáttur um Mikhael Gorbatsjov á þýsku sjónvarpsstöðinni, Arte.

Þetta er einn besti sjónvarpsþáttur sem ég hef lengi séð.

Hörður Þormar, 17.8.2021 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband