Rafdrægnin á Wrangler tengiltvinnjeppa: Betur má ef duga skal.

Framleiðendur Jeep Wrangler Rubicon tengiltvinnjeppans mega vera stoltir af þeim bíl, þótt ekki væri nema fyrir það að bjóða jeppa sem stendur undir nafni á sama tíma sem síbyljan um jeppa þetta og jeppa hitt í mestöllum bílaflotanum ruglar kaupendur og neytendur. 

Flestir hinna svonefndu rafjeppa/sportjeppa/rafjepplinga draga næstum því kviðinn fullhlaðnir, og neðsti punktur eru sjálfar rafhlöðurnar, sem troða verður undir gólfin og taka því á sig þau högg, sem lág veghæð veldur. 

Þar á ofan er fjöldi þessara "rafjeppa" ekki einu sinni með tvö drif, hvað þá hátt og lágt drif."

Galli á gjöf Njarðar varðandi Wrangler er lítil rafdrægni, uppgefin aðeins 30 kílómetrar en við íslenskar aðstæður enn minni. Þar er verk að vinna.  

Stoðar lítið að segja: "Hann framleiðir rafmagnið sjálfur" þvi að sú orka er aðfengin úr eldsneyti. 

Sem betur fer bregður ekki fyrir orðunum: "hann notar sama rafmagnið aftur og aftur", sem er með 92ja prósenta skekkju, því að svonefnt endurheimt raforka er aðeins um 8 prósent. 


mbl.is Ósigrandi á umhverfisvænum jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband