19.8.2021 | 23:06
Gosið, sem gleður - enn sem komið er.
Hvað skyldi eldgosið við Fagradalsfjall eiga mikinn þátt í straumi ferðamanna til landsins?
Hvað sem því liður gleður það augað marga daga, og gerir það í kvöld, þegar þessi mynd er tekin, þar sem eldurinn gægist fram undan vesturhlíð Keilis.
Auk þess hafa jarðvísindamenn hafa þegar mært gagnsemi þess fyrir vísindastörf, sem getur komið sér vel á ýmsan hátt í rannsóknum og viðureign Íslendinga við þetta mikla sköpunarafl, sem leikur svo stórt hlutverk í náttúru landsins og við höfum svo mikla þörf til að hafa sem besta þekkingu á.
Bíða spennt eftir að hraunið flæði yfir skurðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.