"Asni, klyfjaður gulli, kemst yfir hvaða borgarmúr sem er."

Gömul sannindi fá nýtt líf í snautlegum enda á innrás Bandaríkjamanna og 20 ára hernaði í Afganistan, meðal annars hið forna spakmæli um mátt peninganna. 

"Follow the money" segja Bandaríkjamenn oft og það er nóg af peningum til að grennslast eftir í Afganistan.  

Bandaríkjaforseti hefur þegar nefnt hluta upphæðarinnar, alla þær þúsundir milljarða, sem þeir hafa ausið í hernað og herbúnað, sem 20 ára stríð hefur kostað, meðal annars með fjármögnun vopnabúnaðar afgönsku ríkisstjórnarinnar. 

Þessi verðmæti eru að sjálfsögðu ekki gufuð upp, heldur er ljóst að Talibanar fá þau nú ókeypis í hendur sem hvert annað stríðsfang. 

Þyngra vegur þó, að rétt eins og gríðarlegir peningar fólust í ólöglegri vínsölu í Bandaríkjunum á bannárunum þar, eru enn meiri fjármunir fólgnir í sölu heróíns og ópíums í Afganistan, sem ómögulega er hægt að gera upptækt í þeirri miklu spillingu sem fylgir slíkri starfsemi. 

Ótalar eru auðlindir eins og námur, og líþíum er jú ígildi olíu á okkar tímum. 

Múslimskir uppreisnarmenn lærðu kúnstina við að fá erlenda fjárhagsaðstoð þegar Bandaríkjamenn létu þeim hana í té eftir krókaleiðum til að fella kommúnistastjórnina í Kabúl á sínum tíma. 

Nú er straumur aðstoðar úr mörgum áttum enn stærri en þá. 

Af ofansögðu má ráða, að það var vonlaust að halda hernaðaríhlutun Bandaríkjanna úti í þessu stríðshrjáða landi og eins gott að láta sig hverfa eins og gert var. 

Eina vonin er sú, að 20 ár eru ígildi kynslóðaskipta, sem hugsanlega muni hafa einhver áhrif. 


mbl.is Talíbanar með trygga fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Febrúar 2021 USA afhendir Afganistan nokkur tæki til notkunar. Það er næstum skiljanlegt að Talibanar vilji ekki misssa góða bílstjóra úr landi

Grímur Kjartansson, 19.8.2021 kl. 18:56

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sínum augum lítur hver á gullið. Véldrekar í Kabúl geta þjónað markmiðum, sáttargjörð? Trump forseti ákvað að fórna ekki fleiri hermönnum í Afganistan. Forverar hans voru margir stríðsmenn sem sendu hermenn sína sína í blóðugt stríð sem hefði mátt forðast. Nú þegar nýr forseti vill feta í fótspor hans fær hann misjafnar kveðjur, allt eftir því hvar menn eru í pólitík. 

Miklar framfarir hafa orðið í Afganistan á seinustu árum og helst að þakka það Bandaríkjamönnum. Ingibjörg Sólrún hefur eflaust lagt sinn skref til að færa Afgani nær hugsanahætti Vesturlanda. Þjóðin er skyldari Vesturlandabúum en aðrir múslima hópar, auðsjáanlega ágengir við að tryggja sér hlut í vestrænni velsæld og menningu.

Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður var með sennilegar skýringar í fréttaþætti í dag hjá RÚV. Líklegt er að Talibanar geti ekki stjórnað landinu nema að taka upp nýja stjórnarhætti.

Íslendingar eru ákafir í að taka til sín sem flesta bóluskammta og hafa forgang yfir þá fátæku í kapphlaupi við að bólusetja sem flesta. Sama hvað jafnaðarmenn segja. Móttaka flóttamanna er orðið að stefnumálum flokka, þegar Austur Evrópumenn koma ekki lengur hingað í atvinnuleit.

Sigurður Antonsson, 19.8.2021 kl. 22:30

3 identicon

Fúlgurnar fluttar úr landi
í flýti, um það er ég viss.
Nú Afganskir Aðalverktakar
ávaxta gullið í Sviss.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 19.8.2021 kl. 22:45

4 identicon

Fyrirgefið ruglið.
Vísan sem ég setti hér að ofan rímar ekki.
Hér er bragarbót, þessi er rétt kveðin:

Ótryggt í Kabúl, þar óvissan þjakar.
Almúginn dauðan úr skel núna sýpur.
Burtflognir Afganskir Aðalverktakar
ávaxta fúlgur í Sviss og á Kýpur.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 19.8.2021 kl. 23:49

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sólin, ekki CO2 skýrir hlýnun, segja 23 vísindamenn

Ný ritrýnd rannsókn 23 vísindamanna kemst að þeirri niðurstöðu að virkni sólar skýrir hlýnun jarðar frá miðri 19. öld - ekki koltvísýringur, CO2.

Rannsóknin kippir stoðunum undan nýlegri IPCC skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem segir mannlífi á jörðinni hætta búin vegna manngerðra loftslagsbreytinga.

Frá miðri 19. öld hefur meðalhitastig jarðarinnar hækkað um 1 gráðu, já eina gráðu. Ekki beinlínis hamfarahlýnun.

Ef það er sólin en ekki losun mannsins á CO2 sem skýrir hlýrra loftslag er tilgangslaust að breyta atferli manna - það er ekki maðurinn sem stýrir loftslagsbreytingum heldur náttúran. Eins og hún hefur alltaf gert.

Voru fíflin kannski ekki 40.000?

Halldór Jónsson, 20.8.2021 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband