Göngur og stigaklifur fyrir léleg hné.

16 ára saga af hnjám. Í ljós kemur að þau eru uppslitin og að skipta þurfi um báða hnjáliðina. 

Stutt amtal við læknir fylgir: Spurning og svar: 

Hvað ef ákveðið er að bíða með aðgerðina? 

Hnén eru svona eftir harkalega meðferð og hlaup á hörðu undirlagi og því máttu ekki hlaupa framar. 

Þá það. En hann bannaði ekki að læðast hratt. 

Ein útgáfan af því að læðast hratt er að hlaupa upp stiga. Í hlaupi á láréttu lendir allur líkaminn í harkalegri lendingu í hverju skrefi sem leiðir í gegnun hnén. 

Þess vegna eru hnjáliðirnir svona illa farnir. 

En ef hlaupið er upp stiga og teknar tvær tröppur í einu, lendir líkaminnn aldrei í skrefunum, því að átakið liggur í klifri án lendinga. 

Niðurstaða: 50 mínútna hraðganga með liðkunaræfingum og áreynsluæfingum í bland. 

Gengið rólega nokkrum sinnum rösklega upp fjórar hæðir. Staulast rólega og mjúlega niður þessar hæðir einu sinni.  

Síðan kemur aðalæfingin: Hlaup upp fjórar hæðir, til dæmis frá fyrst til fimmtu í kappi við skeiðklukku. Með árunum verður þetta að mælikvarða fyrir samanburð á því sem felst í þessu, tímanum í fjögurra heilla hæða hlaupi, annað hvort frá kjallara upp á fjórðu hæð eða frá fyrstu hæð upp á fimntu hæð, í stigahlaupi eru þjálfuð upp þessi atriði. 

Jafnvægi. 

Viðbragðsflýtir. 

Snerpa. 

Hraði. 

Lagni, 

Þrek. 

Styrkur. 

Úthald. 

15 árum eftir samtalið við lækninn biður hann um skýrslu, á erfitt með því að trúa því að hnén hafi ekki verið skorin. 

Þetta passar við þá ályktun, sem æ fleiri læknar draga, að með stigahlaupunum sé hnéð allt styrkt og þjálfað til að styðja við og nota hina slitnu hnjáliði. 

P.S. Sjá athugasemdir hér fyrir neðan um gildi hjólreiða. 


mbl.is Hópurinn var stofnaður til að draga úr bílaveseni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 En hvað með þrekhjól?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2021 kl. 09:12

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, ég gleymdi að geta gildi hjólreiða, sem ég hóf á rafreiðhjóli með handgjöf fyrir sex árum. En vegna samfalls í baki verður að takmarka hjólreiðarnar. En hæfileg notkun þessa rafreiðhjóls hefur haft góð áhrif á hnén. 

Ómar Ragnarsson, 21.8.2021 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband