24.8.2021 | 23:07
Dýrleg lýsing á jeppaæðinu?
Dýrlega og skemmtilega lýsingu má lesa í dómi um nýjustu gerðina af Hyondai Santa Fe í Mogganum eftir reynsluakstur á bílnum.
Þar er lýst þeim kröfum sem kaupendur gera varðandi það að brúa mörkin milli fjölskyldujepplings og lúxusjeppa og lýst þein sjónarmiðum sem búið er að troða inn varðandi helst alla bíla, sem hafa annað hvort heiti eða lýsingu framleiðenda og blaðamanna með orðmyndinni "jepp".. svo sen "jepplingur, sportjeppi, borgarjeppi, lúxusjeppi" o.s.frv og fjallað var um í bloggpistli í fyrradag.
Þegar lýst er hinum stórkostlegu kostum og eiginleikum hins nýja og stóra Santa Fe,
Kröfurnar sem auglýsendur gera er að þessir "jeppar" séu alls staðar ómissandi, jafnt við að fara í Bonus eða með krakkann í skólann eða um krefjandi torleiði og jeppaslóðir.
Það glerþak, sem áður kann að hafa verið á milli jepplings og lúxusjeppa, er í fyrirsögn sagt hafa verið mölbrotið með Santa Fe. Verður varla betur orðað og varpar dásemlegu ljósi á hinn mikla galdur sem spunninn er í jeppaæðinu sem fer um landið.
Samkvæmt danskri bílabók er stærð hjólanna undir Santa Fe 19x255/35.
Ein krafan er að jeppinn sé ekki bara glæsilegur, heldur líka verklegur, svo sem með því að vera á stærri 22ja tommu felgum sem gefi til kynna ævintýralega torfærugetu sem virkar enn meiri vegna "low profile" dekkjanna, sem vegna þess hve breið þau eru og þunn, virðast hjólin undir hinum mikla ferðajeppa enn stærri en þau raunverulega eru.
Því er síðan lýst sem óvæntum galla, að bíllinn, þessi verklegi torfærujeppi, komist ekki yfir hraðahindranir nema að hristast næstum í sundur, svo ferlega hastur sé hann og þetta sé verst ef minnstu hraðahindranirnar eiga í hlut!
Samt hafi hann mjúka fjöðrun. Bíddu aðeins, hvernig passar þetta? Low profile dekk og risafelgur til að undirstrika mikla hraðagetu samfara torfærugetu og samt svona slæmt?
Jú, að baki liggur að "low profile" dekk valda því, að það eru örfáir sentimetrar frá götunni upp í felguna, sem þýðir það að hraðahindranir höggvast upp í felgurnar og sprengja jafnvel dekkin.
Lúxus torfærutröllið glæsilega kemst því stundum ekki nema fetið á grófri möl á jeppaslóð vegna hinna verklegu hjóla undir bílnum og vissara að fara helst ekki út af malbikinu úti á landi og forðast hraðahindranirnar í þéttbýlinu.
Þegar litið er á lista yfir mismunandi gerðir af Santa Fe, sést, að að minnsta kosti önnur hver gerð er aðeins með drif á framhjólunum, en ekki á afturhjólunum!
Glerþak jepplingsins mölbrotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.