65 ára gamalt hegðunarmynstur Kínverja.

Allt frá sigri kommúnista í borgarastyrjöldinni í Kína 1949 hafa Maó og arftakar hans stundað ágenga utanríkisstefnu sem greinilega hefur allan tímann miðað að því að efla veldi Kínverja eftir föngum og hika ekki við að ganga út á ystu nöf. 

Þeir hafa alla tíð lýst yfir þeirri stefnu sinni að klára borgarastyrjöldina með því að sameina Tævan og Kína, en þjóðernissinnar Sjang Kæ Shek flúðu þangað 1949 og hefur eyjan verið sjálfstæð alla tíð síðan og reitt sig á yfirlýsingar Bandaríkjamanna um að koma Tævan til hjálpar. 

1954 kröfðust Kínverjar þess að fá afhentar Kvemoj og MatTu sem eru við strönd Kína, en Tævanir létu ekki af hendi. 

Ófriðlega horfði um hríð en síðan dó þessi deila út. 

Þegar sveitir Sþ. undir stjórn Mac Arhurs voru að komast að Yalufljóti og Norður-Kórea að falla sendu Kínverjar fjölmennar sveitir "sjálfboðaliða" til að hjálpa her Norður-Kóreumanna. 

Mac Arthur vildi þá hóta notkun kjarnorkuvopna og beita þeim hiklaust, en Harry S. Truman hafnaði því og rak Mac Arthur.

Í framhaldi af þessu sagði Mao að Bandaríkin væru "pappírstígrisdýr" en niðurstaðan varð vopnahlé, sem enn stendur og síðar fræg heimsókn Nixons og Kissingers til Kína til að bæta samúð þessara stórveld. 

Um síðir náðust samningar við Breta um Hong Kong, sem Kínverjar standa misvel við og eru með tilburði víða á þessum slóðum, sem minna á Kvemoj og Matsu. 

Yfirlýsing Harris nú er árétting á stefnu Bandaríkjanna þegar sagt er "Hingað og ekki lengra."


mbl.is Harris sakar Kína um ógnartilburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég verð að segja eftir lestur þessarar færslu þína, að það veldur mér vonbrigðum að jafn fróður og víðsýnn maður eins og þú látir blekkjast svo illilega af hræðsluáróðri Bandaríkjanna að þér hreinlega finnist í minningu þinni að þú hafir upplifað Kínverja stunda ágenga utanríkisstefnu síðustu 65 árin, eins og þú orðar það.

Jónatan Karlsson, 24.8.2021 kl. 23:03

2 identicon

Sæll Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Jónatan !

Ómar; síðuhafi og fjölfræðingur ló ekki neinu, í þessarri stuttu og hnitmiðuðu frásögu sinni, af hétterni Peking (Kommúnista) stjórnarinnar.

Fjarri því.

Munum Jónatan minn; þá Brezki fáninn var dreginn niður í Lusaka í Zambíu t.d., í Október 1964 / og sá Zambízki var vart kominn að húni, þess í stað að þá voru Kínverjar komnir inn á gafl þarlendis, og jeg efast um Jónatan minn, hvort hvorugur okkar geti bent á það ríki í Afríku í dag, eða í Suður- og Mið- Ameríku, hvar Peking klíkan sje ekki komin inn á gafl, og sumsstaðar, fyrir ærið löngu síðan, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2021 kl. 23:55

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fjollærður og reyndur Ómar yrði varla meinað að heimsækja Kína út af athugasemd við frétt. Kínverjar hafa lært nóg af hernaði í eigin landi. Kínamúrinn stendur enn.

Sigurður Antonsson, 25.8.2021 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband