Skemmtilegt lýðræði; 14 prósent atkvæða dauð? Nei.

Í góðu viðtali við Ólaf Harðarson prófessor á RÚV lýsti hann þeim mjög sterka möguleika, að þrjú framboð, sem samtals fengju allt að 12 prósentum atkvæða , fengju engan þingmann í stað þess að fá níu þingmenn. 

Þetta myndi gagnast þeim flokkum sem næðu inn níu þingmönnum gefins aukaleg og þar með gætu framboð með aðeins 44 prósent af heildaratkvæðunum myndað meirihlutasstjórn. 

Raunar gætu þessi "dauðu" atkvæði orðið fleiri, allt að 14 prósent. Viðbrögð viðmælenda Ólafs voru þau, að svona væri lýðræðið skemmtilegt. 

En ef betur er að gætt er það galli á lýðræðinu ef það býður upp á svona möguleika í formi  svonefnds þröskulds fyrir því að fá þingmann ef enginn kemst inn kjördæmakjörinn. 

Raunar er framboð með engan kjördæmakjörinn mann en 4,9 prósent atkvæða á landsvísu rænt þremur þingmönnum, sem það fengi ef talan væri 5,0 prósent. 

Á þeim árum sem þetta sem ákvæði var sett í kosningakafla stjórnarskrárinnar hafði svonefndur fjórflokkur verið einráður lengst af síðan 1942, og nýtti sér aðstöðu sina til þess að setja inn hæsta þröskuld Evrópu, fimm prósent á landsvísu, til þess að koma í veg fyrir að litlir flokkar nytu fylgis síns. 


mbl.is Nóg að gera í pólitíkinni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stórkostlega gallað og misvægi atkvæða.

Sigurður Antonsson, 28.8.2021 kl. 20:59

2 identicon

Væri ekki kjörið tækifæri að gera almenna skoðanakönnun, samhliða alþingiskosningunum, um viðhorf þjóðarinnar til ýmissa mikilvægra mála, t.d. stjórnarskrána, kvótakerfið og ESB aðild, svo að eitthvað sé nefnt?

Er það of mikil fyrirhöfn eða hefur enginn áhuga á því?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.8.2021 kl. 22:49

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það væri dásamleg niðurstaða ef svona 15 %-20%  fengu engan þingmann, Nóg er nú samt af vitleysuingum á þingi

Halldór Jónsson, 28.8.2021 kl. 23:06

4 Smámynd: Halldór Jónsson

afstaða þjóðarinnar getur verið breytikleg frá einum tíma til annars Hörður

Halldór Jónsson, 28.8.2021 kl. 23:07

5 identicon

ef það væru bara 4.flokkar að bjóða sig fram væru aföllin minni. þetta kemur misvægi athvæða ekkert við en ef menn vilja ekki aföll þá er til kosníngakerfi sem tekur á því 1.2.3. kerfið þá mindi kjósandi velja flokk siðan flokk til vara mér fynst ekkert athugavert við þessi aföll ef flokkar eru margir öll kerfi afa galla líka eitn maður eitt athvæði í raun er það alloft sem reykjavíkurmaður er boðinn fram úti á landi svo reykjavík hefur meira vægi en þíngmaðurinn neiðist til að fara útá land á 4ára fresti 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.8.2021 kl. 06:51

6 identicon

Sæll Ómar.

Rafræn persónubundin kosning er það sem koma skal!

Slétt sama hvaða form þú nefnir allt hefur það
óendanlega galla sem rafræn koning gæti leyst af hólmi.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband