Þarf að vera rusl alls staðar þar sem menn eru? Og rottur?

Svo virðist að hvar sem menn eru á ferð, á hafinu, löndunum eða á lofti, safnist saman rusl. 

Í Kyrrahafi mun vera stór eyja úr plastrusli, sem er á stærð við Noreg. 

Plastrusl í formi örsmárra plastagna finnst orðið á stórum hlutum jarðarinnar og smýgur inn í líkama bæði manna og dýra, án þess að verjendur plastæðisins telji það neitt athugavert. 

Fyrir mörgum árum kom það upp að smám saman væru menn að fylla tómið umhverfis jörðina af geimrusli sem væri afleiðing af stanslausri dreifingu manna á hinum fjölbreytilegustu hlutum á sporbraut um jörðu. 

Í afar góðri heimildarmynd um spendýr jarðarinnar var þeirri spurningu varpað upp, hve dreifð þau væru. 

Niðurstaðan var sú að aðeins tvö spendýr fyndust í öllum kimum heimsins: Maðurinn og rottan.  


mbl.is Þess vegna fékk Stjörnu-Sævar sér ekki Teslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband