30.8.2021 | 23:39
Allt upp á hár samkvæmt áætlun; og þó?
Tveir Bandaríkjaforsetar, Donald Trump og Joe Biden, skrifuðu upp á samning Bandaríkjanna og Talibana um að ljúka Afganistastríðinu með skipulögðum brottflutningi Bandaríkjahers.
Upphaflega var rætt um fjórtán mánaða tíma, sem þetta myndi taka, dagsetningin lok maí kom upp og loks dagsetningin 30. ágúst.
Nú, að kvöldi þess dags, liggur fyrir að þessi tímaáætlun gekk upp.
Og þó? Ekki alveg?
Nei, enda þótt upphafleg ætlun Bandaríkjamanna væri sú að uppræta hryðjuverkasamtök í landinu, gerðu ný hryðjuverkasamtök árás og drápu 13 bandaríska hermenn.
Annað fór öðruvísi en ætlað var. Frá upphafi var ætlunin sú að her stjórnarinnar í Kabúl fengi nóg af vopnum frá Könunum til að geta varist Talibönum og haldið stríðinu til streitu til enda með sigri.
En þetta for svoleiðis í vaskinn að Biden klóraði sér í hausnum. Það var ekki hleypt af skoti. Stjórnarherinn mikli leyfði Talibönum að taka völdin og þar með að fá í hendurnar frá Bandaríkjamönnum herbúnað upp á stjarnfræðilega háa upphæð.
Biden situr uppi með einhvern snautlegasta ósigur sem hugsast getur. Trump og aðdáendur hans segja, að þetta hefði ekki gerst ef hann hefði verið við völd.
Samt gerði herinn með hann sem yfirmann þessa hlálegu áætlun, sem var einskis virði og verra en það.
Í augum Afgana er málið nefnilega einfaldara en í augum NATO-hermannanna sem voru í landinu: Eftir 20 ára hersetu eru allir erlendir hermenn farnir!
Samningarnir við Talibana voru nefnilega ónýtir allan tímann, því að hvort sem stjórnarherinn var vígbúinn i topp eða ekki, var valdataka Talibana tryggð á hvorn veginn sem var. Ef Bandaríkjamenn hefðu vanrækt að vígbúa stjórnarherinn og gera honum kleyft að halda stríðinu við Talibana áfram, hefðu það verið talin svik; erlendi herinn á förum og mikill vopnaskortur hjá stjórnarhernum.
Bandaríkin hafa yfirgefið Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar hinn fullþjálfaði 300 þúsund manna her með öllum búnaði lét sig hverfa. Fylgdu með fullkomnar stafrænar skrár yfir alla Afgani sem höfðu starfað hjá Bandaríska liðinu eða hjálpað á þessum 20 árum. Með myndum,fingraförum og augnskyggnum. Handhægt ekki satt ? !!
Snorri Hansson, 31.8.2021 kl. 02:02
Biden passar upp á tímann
Jafnvel í minningarathöfninni þegar þessar 13 líkkistur komu frá Aganistan
Grímur Kjartansson, 31.8.2021 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.