Betri en Maradona, Pelé eða Messi? Umdeilanlegt.

Ronaldi besti knattspyrnumaður allra tíma? Á alla kanta? Svo er sagt í viðtengdri frétt ásamt fróðleik um mestu markaskorun allra tíma, sem sögð er afrek hans.  

Hvað um þúsund mörkin hans Pelé? Hvað um það þegar Maradona gerðist eini leikmaður sögunnar, sem hugsanlea hefði skilað heimsmeistaratitli til landsins síns?

Ronaldo má eiga það að hann er kannski best þjálfaði leikmaður allra tíma. 

En besti leikmaður sögunnar? Hvað segja menn um það?


mbl.is Sá markahæsti í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þórólfur Beck var knattsnillingur sem vert er að minnast nú. Skoraði flest mörk hjá  KR áður en hann fór ungur til Glasgow Ranger.

Hélt áfram  a0ð skora en var seldur, seldur til Frakklands. Sálarveikindi síðar, vankunnátta læknavísinda og skilningsleysi almennings þess tíma urðu til þess að margir urðu öryrkjar fyrr en þurft hefði.

Sigurður Antonsson, 1.9.2021 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar KR-gullaldarliðið lék við breskt lið hér heima voru þeir hrifnir af Þórólfi en þó enn hrifnari af varnarmanni hjá KR, sem vildi frekar vinna áfram við höfnina og vera heima á Fróni en að fara í atvinnumensku ytra. Man ekki nafnið í augnablikinu. 

Ómar Ragnarsson, 1.9.2021 kl. 23:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minnir að hann hafi heitið Garðar. 

Ómar Ragnarsson, 2.9.2021 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband