2.9.2021 | 00:27
Ameríski draumurinn hér á landi í fjáröflun stjórnmálaflokkanna?
Eitt versta mein amerískra stjórnmála er hið lítt hefta eða óhefta frelsi þar í landi fyrir stjórnmálamenn og flokka við að raka til sín óheyrilegum fúlgum í kosningasjóði sína.
Fyrir bragðið hefur þróast alveg óheyrilegur lobbíismi í kringum þingið, sem hefur slæm áhrif á stjórnmálalífið í landinu.
Eitt af óteljandi dæmum um þetta var þegar lyfjaverksmiðja ein var komin með lang stærstan hlut í framleiðslu og sölu ópíóðalyfja, sem kosta fleira fólk lífið en öll umferðarslys landsins.
Þegar Lyfjaeftirlit Bandíkjanna ætlaði að beita sér í málinu beittu tveir þingmenn sér í krafti styrkja frá lyfjarisunum fyrir því að samþykkt var frumvarp sem rústaði lyfjaeftirlitinu.
Vill afnema hámark á styrki til flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.