3.9.2021 | 11:51
Nútíma Dunkirk.
Bretum tókst að bjarga 338 þúsund hermönnum sínum yfir Ermasund frá Dunkirk á Frakklandsströnd.
En þeir neyddust til að skilja eftir nær öll hergögn þessa hers og þau féllu í hendur óvinanna.
Það fer allt eftir aðstæðum, hve mikið af hergögnum flúins hers fellur í óvinahendur.
Ef flóttahermennirnir verða að nýta allt sitt afl til að verja flóttann, er ekkert óeðlilegt við það að eyðing hergagna verði ekki í forgangi.
Í Afganistan var ætlunin að stjórnarherinn fengi hergögnin, en í ljós kom að hann hafði engan áhuga á að verjast og gerði svipað og Glistrup lagði til við Dani þegar Kalda stríðið stóð sem hæst, en það var bregðast þannig við innrás Sovétmanna að láta danska símsvara segja í sibylju: Við gefumst upp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.