3.9.2021 | 12:15
Það var einu sinni gott verður það áfram þótt síðar verði.
Þegar hljómsveitin ABBA sigraði í Júróvision og fylgdi því eftir með hverjum smellinum eftir annan var það á svipuðum tíma og uppgangur var í pönktónlist.
Sumir af þekktustu pönkurunum höfðu ekki mikið álit á ABBA og jafnvel skömm á henni.
Féllu á stundum ummæli um lágkúrluegt popp léttmeti hjá Svíunum.
Svo liðu árin og að því kom að sumir hinir sömu, sem höfðu litið mest niður á tónlist ABBA, skiptu um skoðun.
Kannski má segja, að stundum, þegar miklar sveiflur eru í listgreinum, gildi það, að það sem var einu sinni gott verði það áfram, jafnvel þótt það lendi í lægð um sinn.
ABBA gefur út tíu laga plötu og heldur tónleikaröð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessar fréttir um endurkomu ABBA hafa aukið áhuga minn á þeim sem var mikill fyrir. Hvað sem hverjir segja, er tónlist ABBA hágæðatónlist, með flókna og hugmyndaríka hljómauppbyggingu. Hún hefur lifað, segir það okkur ekki eitthvað?
Theódór Norðkvist, 3.9.2021 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.