15.9.2021 | 05:33
Trump hótaði hástöfum að gereyða Norður-Kóreu.
Donald Trump má eiga það, að tíu mínútum fyrir fyrirhugaða árás Bandaríkjahers á Íran, spurði hann herinn, hve marga Írana hefðu drepið í árás þeirra á bandarískan dróna, sem Trump ætlaði að hefna fyrir.
Þegar svarað var að enginn hefði verið drepinn hætti hann við árásina, en sagði síðar frá því að það hefði hann ekki gert fyrr en komið var alveg fram á ystu nöf og tíu mínútur voru í stórstríð í Miðausturlðndum.
Þegar stríðshætta óx gagnvart Norður-Kóreu gaf Trump út þá hástemmdu yfirlýsingu að hann myndi ekki hika við að gera gereyðingarárá á landið og gereyða Kóresku þjóðinni.
Þetta jafngilti því að efna til kjarnorkustríðs sem myndi líka kosta dráp hundraða milljóna manna í þessum heimshluta að minnsta kosti.
Stórkarlalegar yfirlýsingar forsetans, sem hann útdeildi samhengislítið skelfdu að sjálfsögðu ekki aðeins yfirmenn bandaríska hersins, heldur ráðamenn allra þeirra ríkja sem hótað var að setja í eyðingarhættu.
Sem betur fór, endaði þetta ekki með ósköpum en hefði getað gert það.
Milley hringdi til Kína vegna Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefði getað gerst svo margt sérstaklega þegar menn eru farnir að lepja upp lyginni!
Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 15.9.2021 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.