16.9.2021 | 00:04
Kapphlaup margra eldstöðva?
Áður en Surtseyjargosið og Heimaeyjargosin komu, var sagt að Helgafell væri útdautt eldfjall.
Ef einhver hefði spáð eldgosi á Reykjanesskaga fyrir tveimur árum hefði verið hlegið að honum.
Hins vegar hafa Grímsvötn, Hekla og Katla, einkum Grímsvötn, verið líklegust til að gjósa, enda eru Grímsvötn virkasta eldstöð á Íslandi.
Nú hafa Askja og Öræfajökull bæst í hóp líklegra þáttakenda og þess vegna gætu fimm eldfjöll verið að störfum í einu á þessu ári eða því næsta.
Grímsvötn tilbúin að gjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið af misvísandi upplýsingum. Á einum stað sagði að land væri að rísa og jöklar að minnka. Öðrum að 146 ár 2væru 4síðan tvö eldfjöll hefðu gosið á sama tíma. Í Geldingardal rann gos und1ir hraun og margir héldu að dyngjugosið hefði tekið enda. Eldfjallaiðnaðurinn, túrista_ og fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að þegar þeir stækka koma fram fleiri tilgátur. Sama má segja um athugasemdir og skoðanir að ógleymdum flokkunum.
Sigurður Antonsson, 16.9.2021 kl. 03:24
Einhvern tímann heyrði ég sagt að þar sem hefur gosið áður getur gosið aftur. Held að það sé að nokkru leyti að koma í ljós hér á landi.
Ragna Birgisdóttir, 16.9.2021 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.