17.9.2021 | 23:29
Setið uppi með ranga ákvörðun í upphafi.
Undanfarin ár hafa þær raddir orðið áberandi sem krefjast þess að gerð verði göng frá Siglufirði yfir í Fljót til þess að stytta leiðina frá Siglufirði yfir til Skagafjarðar og þar með leiðina til Reykjavíkur og þess hluta landsins, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar býr.
Meira að segja bregður fyrir kröfum aftur í tímann um að gera þessi göng, að þau hefðu átt að koma á sama tíma og jafnvel á undan Héðinsfjarðargöngunum.
En það er ansi seint í rassinn gripið og úr því að menn vildu endilega leiðina um Eyjafjörð suður er hætt við að setið verði uppi með ranga ákvörðun í byrjun.
Enda er vegarbót milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur orðin mjög brýn.
Heyra má sömu menn halda þessu fram um göngin milli Siglufjarðar og Fljóta og á sínum tíma máttu ekki heyra neitt annað nefnt en Héðinsfjarðrgöngin og vildu ekki sjá þá lausn, sem hefði falist í svonefndum Fljótagöngum.
Til þess að reikna þau út af borðinu var gert ráð fyrir að þau næðu langt niður undir sjávarmál í hæð gangamunnans Fljótamegin.
Fljótagöngin svonefndu hefðu strax í upphafi opnað trygga hringleið um Tröllaskaga, og í heildina tekið hefði ávinningurinn af styttingu leiðarinnar frá Siglufirði vestur um til Skagafjarðar og suður verið mun meiri en þeir tiltölulegu fáu kílómetrar sem var styttra þá leiðina til Ólafsfjarðar heldur en um Fljótagöng.
Hefði getað farið mjög illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Héðinsfjarðagöngin voru tæplega 2 km styttri en Fljótagöng , sem er um 40% af 4,7 göngum frá Sigló yfir i Fljót.
Gangnamunninn Fljótameginn á göngunum frá Ólafsfirði átti að vera í 154m hæð yfir sjávarmáli en um 77m Ólafsfjarðarmeginn.
16 km munur a vegalengd milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Sparnaðurinn 1,2 milljarðar a þeim tima sem átti að vera með Héðinfjarðagöngum getur þa uppreiknaður nýtst í Fljótagöng
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.9.2021 kl. 09:32
Í þessum reikningi er sleppt þeim sparnaði sem orðið hefði á leiðinni undir Siglufjarðrskarð sem stytti leiðina vestur og suður um 14 kílómetra.
Þeir peningar eru að eilífu tapaðir.
Ómar Ragnarsson, 18.9.2021 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.