Daður margra og snobb hér á landi fyrir hinni heilögu ensku tungu er stanslaust og birtist í fjölbreytilegustu myndum, til dæmis í dag í frétt um rafbílaframleiðslu Smart bílaframleiðandans.
Það er orðin lenska í tali um íþróttir að tala um að hitt og þetta sé á þessu og þessu leveli og á þeim vettvangi og í tali um veður er orðið stig að hverfa og víkja fyrir levellum og gráðum.
Margt fjölmiðlafólki virðist telja sig knúið til að þýða nöfn borga í löndum, þar sem enska er ekki þjóðtunga, yfir á ensku og tala um Munich, Cologne og Turin í stað nafnanna Munchen, Köln og Torino.
Í dag er það Munich sem kynnt sem borg þar sem bílasýning er haldin árlega.
Maður þarf kannski að búa sig undir að Reykjavík og Hafnarfjörður verði nefnd Steam inlet og Harbour fjord.
Smart kynnir nýjan bíl og hefur samstarf á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.