Tvenns konar þráhyggja; loftlínur og sjókvíar.

Tvö keimlík fyrirbæri ganga nú ljósum logum hér á landi. Annars vegar að ekki komi til greina að leggja stórar raflínur í jörð, heldur verði þær að vera ofanjarðar, svo sem Suðurnesjalína tvö sem endilega þurfi að leggja ofanjarðar meðfram Reykjanesbraut og síðan áfram í gegnum vatnsverndarsvæði allra sveitarfélagnanna á höfuðborgarsvæðinu. 

Þeir, sem andæfa þessum ósköpum eru sakaðir um að vera á móti rafmagni, á móti framförum og að vilja að þjóðin fari aftur inn í torfkofana. 

Hins vegar er í algleymingi sú þráhyggja að til þess að ná því takmarki að auka sjókvíaeldi hér við land margfalt, eigi landeldi engan rétt á sér og að koma þurfi á veldisvexti í sjókvíaeldinu.  

Öllum fréttum um sívaxandi mengun af völdum sjókvía er vísað á bug með fullyrðingum að hún nemi langt innan við einu prósenti, bara nokkrir fiskar!  Svipað er aagt um þá sem hafa athugasemdir við rauða firði af mengun og fiskidauða, sem blasir við, eru sakaðir um að vera á móti atvinnuuppbyggingu og byggð á landsbyggðinni og vilja að við förum aftur inn í torfkofana. 


mbl.is Segja mikinn dauðan fisk í kvíum fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ennþá er áhugamálið að berjast gegn atvinnuuppbyggingu á landsbyggðini.

álverin skaffa mikla vinnu nota umhverfisvæna orku,það er að fara af stað miljarða uppbygging á Grundartangs,gott mál.Á Húsavík  á að fara ð vinna eldsneyti,´einnig er verið að stofna grænorkugar á reyðarfirði.'a austfjörðum hafa fjöldi manns atvinnu af sjávarútvegi laxeldi og stóriðju.Þitt áhugamál er að rakka niður alla atvinnuuppbyggingu.Afhverju hatast þú svona mikið úti í atvinnutækifæri sem gefa fólki góð laun.Meðallaun á Austurlandi hækkuðu með komu ALCOA uppbyging varð í allri þjónust og um 1000 manns hafa atvinnu þar.Laxeldið eystra veitir fjölda manns atvinnu.Hefur þú kynnt þér starfsemi Egersund Island Ltd. og hvað þeir eru að gera.ofl ofl jákvætt.

Laxa (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 19:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki vantar alhæfingarnar frekar en fyrri daginn. "Þitt áhugamál er að rakka niður alla atvinnuuppbyggingu" bætist núna við það að ég sé á móti rafmagni.

Ómar Ragnarsson, 19.9.2021 kl. 20:54

3 identicon

Gott og vel en þetta hlítur þá að eiga við um allar línur alveg frá upphafspunkt td. Sigöldu og Búrfell? Ef að þetta svíður í augum okkar á höfuðborgarsvæðinu þá er varla nokkuð sem að réttlætir að sveitafólkið þurfi að umbera ósköpin.

Og þá má spyrja hvort að ekki sé óprýði að vegakerfinu oft tvær akreinar í hvora átt ásamt lýsingu sem að truflar marga sem að kunna að meta myrkrið.

Eyþór (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband